Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1919, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.06.1919, Qupperneq 5
SKINFAXI 45 óviturlegt, að bendla barnasálir við fjármál og framkvæmdir, og fá ung- lingum í hendur verkefni fullorðinna manna, áður en þeim er vaxinn fiskur um hrygg ? Getur það ekki verið hættu- legt, að troða fullorðinsárunum upp á unglingana áður en æskuárin hafa unn- ið sitt þroska og líffegrunarstarf í sál- um þeirra? Eg svara öllum þessum spurningum óhikað játandi. þess vegna þarf þjóðin að eiga ósvikin ungmennafélög, þar sem félagslegt hugsjónalíf æskumanna getur þróast; þar sem félagsáhrifin verka mestmegnis inn á við, og þar sem hugsj ónaflug og draumalíf æskumanns- ins hindrast ekki, heldur nær út yfir reynslu fullorðinna manna. Eg þykist nú hafa sýnt fram á, að unglingunum geti ekki verið holt, að eiga félagslega samleið með fullþrosk- uðum mönnum. Nú vil eg athuga það lítið eitt frá sjónarmiði hinna eldri. Framsókn þeirra og félagsáhrif er nóg til þess að gera hina yngri máttarminni og ganga upp í þeim og hverfa svo að segja. Hins vegar er framsókn hinna eldri ekki óhindruð. Meðvitundin um það, að þeir séu ungmennafélag, leggur á þá óafvitandi hömlur. Hinir eldri og yngri eru eins og tvær gagnverkandi stærðir, sem upphefja hvor aðra að nokkru leyti. Málum félaganna þarf að koma svo fyrir, að hinir yngri sæki fram til þroskans á sinn eigin hátt, og að hinir eldri séu frjálsir og óháðir til djarfmannlegrar og stórhuga fram- sóknar. Úríausnarefnið er þá það, hvernig þessu verði komið í kring, án þess að vandræði hljótist af fyrir eldri og yngri. Mér hugkvæmist ekki nema ein leið, og eg set hana hér fram i eftirfarandi tillögum: 1. Öll ungmennafélög á íslandi samþykki það lagaákvæði, að enginn eldri en 25 ára megi vera í ungmenna- félagi. þeir, sem við það ganga úr fé- lögunum, stofni ný félög, sem hljóti nýtt nafn, t.d. „Framfarafélög íslands“. 2. peir, sem eftir verða, haldi fé- lagsnafni sinu óbreyttu. í þeim félögum skipi Iiugsjónamálin jafnan öndvegi. pau endurskoði stefnuskrá sína, og miði hana einkum við þau verkefni, sem þroska einstaklinginn. 3. Ungmennafélögin nái tilgangi sínum með málfundum, félagsblaði, upplestrum, fyrirlestrum, söng, skemti- ferðum, bindindisstarfsemi o. fl. 4. Ungmennafélögin hafi engin framkvæmdamál með höndum, sem krefjist fjarframlaga, nema þau sem lúta að íþróttum og því öðru, sem fé- lagsstarfsemin, samkvæmt stefnu- skránni, krefst. 5. Fjárhagur félaganna sé skilinn að, og sé eignum og skuldum skift milli þeirra eftir samkomulagi hvorutveggja félagsmanna. 6. Ungmennafélögin myndi héraðs- sambönd, sem starfi einkum að iþrótt- um og þeim málum öðrum, sem eru mörkuð á stefnuskrá þeirra. 7. Á stefnuskrá Framfarafélaganna verði ýms þau mál, sem hin núverandi ungmennafélög hafa með höndum, og þau mál önnur, sem miða til gagns og sórna fyrir sveit þeirra, hérað og þjóðfélag. 8. Framfarafélögin stofni héraðs- sambönd, er myndi „Samband Fram- farafélaga íslands“ (S. F. í.), og komi það í stað U. M. F. í. Héraðssambönd- in beitast fyrir þeim menningarmálum, sem héraðið varða, og hafi milligöngu milli einstakra félaga og S. F. í. 9. Samband Framfarafél. íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.