Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1920, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.07.1920, Blaðsíða 5
SKINFAXI 29 og efnalegum framförum, nú, þegar hún hefir fengiö fult sjálfsforræöi; til þess aS svo verði, ríSur nú á, að hún fari og færi sér i nyt öll þau gæ'Si, sem fjallkonan móSir hennar, ber í skauti sínu, og eitt af þvi allra dýrmætasta sem hún hefir, er vatnsafliS, sem bíSur dáSríkari kynslóSar er bæSi hefir vit og dugnaS til að beisla þaS, og láta þaS bæta líf sitt og kjör. Um alþýðnmentnn. í síSasta árgang voru nokkrar greinar meS þessari fyrirsögn, og munurn vér nú viS tækifæri, láta koma framhald af þeirn viS og viS. Vér vorum síðast aS minnast á skóla í borginni Ganz vestur í Bandaríkjum; nú skal getiS nánar urn fyrirkomulag skóla þessa bæjar. ViS vitum þaS, aS skólabörn geta ekki setiS hreyfingarlaus allan daginn viS skólaborSin, eins og þau gera víSa i fimm klukkustundir. Því verSur aS sjá þeim fyr- ir öSru verkefni ef þau eiga að dvelja i skólanum allan daginn eSa 8 stundir, ein- hverju verki sem bæSi heldur þeim starf- andi meS lífi og sál og jafnframt ska'Sar ekki heilsu ])eirra. Skólahúsin eru þar sem sagt aldrei ó- notuS, nema aS eins um næturtíma, því geta þar notiS kenslu helmingi fleiri nem- endur, en vanalegt er í samskonar bygg- ingum í öSrum borgurn. I hverju skóla- húsi eru tveir skólar. Annar frá klukkan 8 ámorgnana til klukkan þrjú á daginn. Hinn frá kl. 9—4. Hver kenslustofa er notuS á víxl, og ganga börnin á milli í frímínútunum. ViS skulum segja, aS nú hafi deild úr A.-skóla ensku, en næst hef- ir hún smíSar, en deikl frá B.-skóla hefir smíSar en næst ensku; þannig fara börn- in ávalt á milli úr einni kenslustofunni í aSra, án þess aS nokkur ruglingur eigi sér staS. Þann hluta dagsins, sem börnin eru höfS í skólunum fram yfir vanalegan skólatíma, eru þau látin starfa eitthvaS þarft, verklegt, er miSar aS þvi aS gera þau aS sem nytsömustum borgurum hvert á sinn hátt, í sem fylstu samræmi vi'ð meS- fæddar gáfur og eðlishvatir. Þeetta, aS nota skólana svona mikiS, hef- ir mikinn hagnað í för meS sér, því nægi- legt fé kemur inn af aukatekjum til aS borga meS aukakostnaS, sem þetta fyrir- komulag hefir í för meS sér, bæði til aS borga aukakennurum og koma upp smíSa- stofum og smiSjum, einnig til umhirSu og vi'Shalds sem svo mikil notkun krefst. Þess er vert aS geta, aS skólastjórnirnar láta sér umhugaS um, aS ekkert kák eigi sér staS í kenslunni. Því er t. d. valinn sér- fræSing'ur til aS kenna hverja iðnaSar- námsgrein. TrésmiSur kennir trésmíSi, járnsmiSur járnsmíSi, rnálari málaraiSn o. s. frv. Þannig miSar alt aS því aS kensl- an beri sem bestan árangur. MeS þessu fyrirkomulagi borga íbúarn- ir í Ganz ekki meira til skólanna en vana- legt er í öSrum borgum, en skólarnir þar verSa aS miklu meiri nötum fyrir bæjar- félagiS. ÞaS er ekki aS eins lögS áhersla á þaS, aS hafa barnaskólana mjög full- komna, bæSi aS því er snertir Irenslukrafta og allan útbúnaS, heldur eru hafðir í sam- bandi viS þá kvöldskólar, sem gera borg- arbúum ómetanlegt gagn. Þar á þaS fólk sem vinnur á daginn kost á að læra ýmis- legt er vikemur þeirra daglega striti, og getur þannig meS litlum tilkostnaSi aflaS sér þekkingar, er gerir þaS miklu færari í stöSu sinni; ef kveldskólarnir væru ekki, þá mundi margt af þessu fólki eySa þeirn tíma, sem þaS nú ver til náms, í svall og vitleysu á knæpum og kvikmyndahúsum. Þessir kvöldskólar hafa veriS svo vel sóttir, aS á síðari árum hefir fleira upp- komiS fólk sótt skólana í Ganz en börn,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.