Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1920, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.07.1920, Blaðsíða 7
SKINFAXI 31 mest gagn, hver á sinn hátt og í hvaða stööu sem er. Eins og kunnugt er, höfum vér Islend- ingar ófullkomnari skóla og úreltari yfir- leitt, en flestar aörar þjóöir. Eitt af mörgu sem ábótavant er viö skólana hjá olckur er þaö, hvaö litiö far þeir gera sér um aö vinna í sem nánustu sambandi viö aörar stofnanir þjóðfélagsins, svo sem heimilin. Það gefur að skilja, hve þýðingarmikið það er fyrir kennarann að þekkja til hlýt- ar umhverfi barnanna, svo sem heimilis- líf þeirra, hvaða áhrifum þau verða fyrir ]iar, og svo utan heimilanna í samneyti við önnur börn og fullorðið fólk. Oft er alveg óhugsandi fyrir kennarann að ná tökum á hverjum nemanda nema með því að kynna sér umhverfi hans og áhrif þess á lmgsanir og athafnir. Þvi að það er sann- leikur, aö „hver dregur dám af sínum sessuriaut". — Uppeldisfræöingar og kenn- arar vestra hafa vel skilið þetta, og ekki hvað síst kennararnir í Gary. Þeir láta sér umhugað unt að vinna í sem nánustu sam- bandi við heimilin og kirkjusöfnuðina i borginni, svo að ekkert fari i súginn, hvorki fé né annað. Því að öll öfl sem vinna að ])ví að þroska ungu kynslóðina og íbúana í heild sinni, virina saman og í samræmi hvert við annað. Öllu skólanáminu er lika kornið ]>annig fyrir og rekið á þann hátt, að skólarnir eru mjög aðlaðandi fyrir börnin, svo að þau eru áfram um að sækja þá. Þeir eru ann- að heimili þeirra, þar sem þau dvelja á meðan foreldrar þeirra vinna ef til vill anriarstaðar en heima. í skólunum hafa þau eins mikinn áhuga og finst eins árið- andi að leysa hvert verk sem þau gera, eins vel af hendi og þau væru að gera það fyr- ir foreldra sína. Hver deild veit ávalt hvað hinar eru að gera, því að börnin mætast ávalt í fata- lierberginu, eða þegar þau eru að skifta um kenslustofu. Það sem einkum hefir átt góðan þátt í þvi að skapa hinn góða anda sem ríkir yfir skólunum í Gary, eru samkomur í skólun- um, bekkja- og skólaheimsóknir og smíð- arnar. Það skal tekið fram, að við hvern skóla er stór samkomusalur, þar sem samkomur og málfundir eru haldnir. Þar læra börnin að stjórna og koina saman á málfuridum og öðrum samkomum. Einnig eru oft sýnd- ir þar smáleikir og skuggamyndir. Eins og áður er drepið á, eru börnin oft látin laeimsækja bekki á vixl og hlusta á kenslu ])ar. Á smíðastofunum og í smiðjunum búa nemendur til ýms áhöld handa skólanum og gera við það sem úr lagi fer. — Alt þetta stuölar mjög að þvi að gera skólalíf- ið bæði skemtilegt og um leið nytsamt. Við skólana í Gary kjósa nemendur nefnd úr sínum flokki. Á hún' að halda uppi heiðri þeirra og skólans i heild sinni. Skóla- börnin starfa lika mikið að því að halda skólanum og borginni þrifalegri. Það gera þau mest með þvi að hjálpa lækni skólaris. Þau hafa sýnt mjög rnikinn áhuga í þessu og hefir því orðið furðu mikið ágengt i því að hindra og verja skólana fyrir næm- um sjúkdómum. Þetta hefir þeim tekist svo vel, að smitandi veiki er miklu al- gengari á meöal barna þeirra sem eru irin- an við skólaaldur, en þeirra, sem ganga á skólana, en hið gagnstæöa er vanalegt, eins og gefur að skilja, þar sem svo mörg börn koma samari og er sýkingarhættan miklu meiri ef um nokkra kvilla er að ræða. Enginn slcyldi halda, að heilbrigðislög- um og reglum sé ])röngvað upp á börnin, heldur eru lögin útskýrð fyrir þeim. Þeim er sagt blátt áfram hvað lög eru, til hvers þau væru sarnin og hver sé tilgangur þeirra, riefnilega hvernig þau geti hindrað útbreiðslu næmra sjúkdóma og allskonar kvilla. í eölisfræöis- og matreiðslustundun- um læra börnin frumatriði gerla- og líf-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.