Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1920, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.07.1920, Blaðsíða 8
32 SKINFAXl Lifsábjrgfðarfél. „Audvaka“ h.f. Kristjaniu — Noregi Allar venjulegar líftryggingar, barnatryggingar og lífrentur íslandsdeildin löggilt af Stjórnarráði íslands í desb. 1919. Ábyrgðarskjölin á íslenzkn! Yarnarjing í lleykjavík. Hellusundi 5, Reykjavík, Helgi Valtýsson. S K IX F A XI. Mánaðarrit U. M. F. í. Vcrð: 2 krónur. — Gjalddagi fyrir 1. júli, Ritstj.: Ólafnr Kjartansson, Skólavörðustig 35. Pósthólf 516. eölisfræöinnar, svo þeim er vel kunnugt um J)aö, hvaö veikindi liafa í för með sér, og hversu sóöaskapur og allskonar óregla eru skaölegt heilsunni. Þau gæta Jdví allr- ar varúðar til aö foröast veiki, og ef ein- hver veikist í bekknum sjá ])au um að hann sé settur í sóttkví undir eins, og að skólalæknis sé tafarlaust vitja'ö. Með sama tilgangi hafa börnin stuölað aö því, aö íbúar Gary fengu hreina og holla mjólk. Þau komu með sýnishorn að heim- an í smágiiösum, síðan rannsökuðu þau mjólkina á rannsóknastofu skólans undir leiðsögu læknisins, og ef mjólkin, sem mæður Jæirra keyptu reyndist að vera ó- hrein, þá komu þau því til leiðar að hún var send tafarlaust heim aftur til mjólkur- salans. — Þannig neyddu börnin hann til að selja fólkinu hreina og holla mjólk. í Vesturheimi erú mikil óþægindi af flugum, einkum húsflugum, eru þær ofan í öllu og eru mestu pestarkvikindi, þvi að þær breiða út sjúkdóma. Er því gert alt mögulegt til að minka þennan ófögnuð er þær valda; í mörgum skólum er börnun- um kent hvernig á að verjast þeim. — Börnin í Gary hafa háð mikla ofsókn gegn flugunum og gert á þann hátt mjög mikið gagn fyrir bæjarfélagið. Smávegis nm vínbannið í Ameriku. Sparisjóðsfé eykst mjög. Mikill fjárhagslegur hagnaður er þegar auðsær af banninu vestra —. Stórblaðið „Chicago Evening Post“ segir meðal ann- ars i ritstjórnargrein 16. jan. Ji>. á.: „Innlegg i bankana jókst geisilega, eða um 20 miljónir dollara hina fyrstu tvo bannmánuði, og hefir haldist það síðan.“ Stórbankinn „The Continental and Com- mercial Trust and Saving bank“ segir í skýrslu sinni að innlegg i sparisjóðsdeild- ina hafi aukist um 50 Jmsund dollara á dag, síðan bannið var lögleitt. Annar stórbanki „The Merchant Loan and Trust Co.“ segir, að innlegg hjá sér hafi verið 100% meiri á síðari helming árs- ins 1919 en á sama tíma árið áður. Aðrir bankar gefa. samhljóða skýrslur. Síðasta skýrsla, sem blaðið hafði yfir starfsemi bankanna í Chicago, þá er grein sú, er þetta er tekið úr, var rituð, nær yfir tímabilið frá 12. september til 17. nóvem- ber 1919. Sýnir hún að í ríkis- og þjóð- bankana var lagt inn 820,384,746 dollara meira en áður á sama tíma. FélagsprentsmiCjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.