Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1921, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.01.1921, Blaðsíða 2
2 SKINFAXl sömu ökrum; um þaö vitna hinar jótsku heiöar, sem nú eru aö mestu vaxandi skógi; um þaö vitna stórfyrirtæki í iönaöi og verslun, allir kannast viö „Hiö sameinaöa gufuskipafélag", „Austurasíufélagiö“ og „Hiö stóra riorræna ritsímafélagV félög. sem hafa allan heiminn fyrír starfssviö; En um þaÖ vitnar þó best og fegurst sigur hins danska þjóöernis í Noröur-Slésvík. Því þar sigruöu þessar fáu þúsundir Dana í menningarbaráttunni á móti 70 miljón- um Þjóöverja. En þaö vita allir, sem nokk- ur kensl bera á þaö mál, aö sá sigur væri ekki un'ninn án hinna dönsku lýöháskóla. En hafi nú lýðháskólarnir þannig markað djúp spor í lífi hinnar dönsku þjóöar, þá gætir ekki minna áhrifa þeirra i lífi ná- grannaþjóöanna. — í Noregi eru 20—30 og allir mjög vel sóttir, og þar hafa þeir, að sögn Norömanna sjálfra, beitt sér fyrir og knúiö fram til sigurs, hin stærstu mál þjóðarinnar á síðustu árum, t. d. sjálfstæö- ismálið 1905, eins og þeir nú eru fremstir í fylkingu í baráttunni fyrir því aö skapa Norðmönnum sjálfstætt móöurmál. í þeirra anda hafa mörg af mikilmennum þjóöarinnar unniö og vinna þann dag i dag. Það nægir hér, að nefna menn eins og skáldið Björnson, sagnfræöinginn J. E. Sars, prestinn og rithöfundinn Christopher Bruun og Arna Garborg, stærsta núlifandi skáld Norömanna. — í Svíþjóð eru 40— 50, sem einnig eru mjög vel sóttir og hafa marga ágæta menn í sinni þjónustu. Þaö má geta þess, aö ekki allfáir sænskir lýö- háskólamenn hafa verið doktorar, og sem samkvæmt hirini vísindalegu mentun sinni hafa unnið dyggilega að því, aö gefa sænskri alþýðu nákvæma þekkingu í öllu því, sem lýtur aö náttúrufræöi, og vekja trú hennar, siögæöi og ættjarðarást. í Finn- landi eru 20—30. Stofnaðir til eflingar og verndar finskri menningu og sjálfstæði í baráttu þess gegn kúgunarvaldi Rússa, og vér höfúm eflaust allir heyrt eitthvaö um það, hve afar hörð sú barátta hefir veriö; því margir Firinar, sem hafa viljaö fööurlandi sínu vel, hafa annaðhvort mátt láta lifið eöa þá orðið aö sæta fangelsisvist í Síberíu fyrir hugsjónir sínar. í anda hinna finsku lýðháskóla kveður einnig hiö mikla finska ættjarðarskáld, Jóhann Lúðvik Rúneberg, þegar hann segir: „Af gulli lítil gnægö er hér, En glöö er lund vor þó; Oss þykist fremri þjóöin hver, Eri þetta landið elskum vér, Meö útsker, fjöll og eiði-mó Er oss það gullland nóg.“ (Matt. Joch.). í öll þau ár, sem eg hefi dvalið erlendis, er ekkert erindi, sem eg hefi farið oftar meö en þetta; og í hvert sinn sem eg hefi farið með það, hefir mér jafnan fundist svo, aö þaö eiris vel gæti veriö kveöið út úr hjarta íslendingsins, — því svo vel á þaö við ísland. Og nú, þegar hin vesalings þýska þjóö er pínd til dauða af innleridum og útlendum óvinum, leitar fyrir sér ejftir krafti, til styrktar sér, þá sjáum vér þetta, aö hún leitar ekki að eins til sinna gullaldar bók- menta, — þeirra bókmerita, sem stórskáld- in Goethe og Schiller og margir fleiri gáfu henni, — heldur leitar hún og einnig til hinna norrænu lýöháskóla. Og hafi hug- vitsmenn hennar áður setið og hugsaö um það, hvernig þeir ættu aö búa til fallbyss- ur og eitraðar lofttegundir, til þess aö veröa óvinum sínum aö bana, þá er það víst, aö sumir þeirra sitja nú, og hugsa um þaö hvernig þeir eigi aö taka þennan nor- ræna lífskraft í sína þjónustu á þjóðleg- um gruridvelli, miljónum af þýskum ein- staklingum til andlegrar og efnalegrar við- reisnar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.