Skinfaxi - 01.01.1921, Qupperneq 7
SKINFAXI
7
henni kveðju og frelsunarvon, fanst mér,
Og mér létti stórlega svo aS eg rétti mig
upp o,g sagSi: „Á næsta augnabliki er hún
frelsuS!“ „Tröllkerlingin verður auövitað
aS steini þegar sólin skín á hana,“ bætti eg
við til skýringar, þegar málarinn leit á mig
spyrjandi augum.
„Nei,“ svaraði hann. „Þ e 11 a tröll er
magnaðra en svo aö sólin grandi því.“
Þá skildi eg hvað glott kerlingarinnar
])ýddi: „Sittu bara, kindin; hjá mér verö-
ur þú að vera, þar til einhver hefir dug
og þol til aðl þreyta kappróöur viö mig, og
gæfu til að bera hærra hlut frá boröi. En
það mun seint verða.“ Og þá féll mér all-
ur ketill í eld.
—o—
Altaf hefi eg vitað tröllin sækjast eftir
æskunni, en eg hélt að þau hefðu ekki náð
henni. Þess vegna hélt eg að það dygði að
verja hana. Eg ímyndaði mér þau hlaup-
andi á eftir henni, bæði stórar og smáar
tröllskessur, er vildu ná henni í sínar hend-
ur — tröllahendur, — en eg vonaði að okk-
dr tækist með kappi og hyggindum að
tefja svo fyrir þeim, að dagur ljómaði, —
dagur skilnings á því, sem æskunni er eig-
inlegt og hún þarf með, til að geta lifað
og viðhaldist, — og að þau stráféllu öll
og yrðu að steinum, sem stæðu að vísU hér
og þar, „en engum þó að meini.“ Því eig-
inlega fanst mér öll tröll eiga að vera nátt-
tröll.
En nú veit eg að þau eru það ekki öll,
og við þau, sem það eru ekki, þarf sí og
æ að berjast, dag og nótt um allar aldir.
En hitt veit eg líka, að sé varðlið æskunn-
ar nógu ötult og dáðríkt, þurfa þau aldrei
að ná hænufeti af landi hennar, aldrei að
klófesta nokkra sál. Og eins veit eg, að
hafi þau náð nokkru, má taka þau af þeim
aftur með duglegu áhlaupi, öruggri sókn.
Eg veit líka að þaö er ekki rétt, sem eg
hélt lengi vel, að ekki þyrfti nema að verja
æskuna. Eg finn það æ betur og betur að
hún er fjötruð, hertekin, í tröllahöndum,
og að eigi hún nokkurn tíma að sjást í öll-
um sínum krafti og yndisleik, þá verður
að sækja hana þangað.
En hver þorir það?
Ungmennafélagar og vinir! Eigum við
að smokra okkur undan skyldu okkar við
æskuna, eigum við að láta kylfu ráða kasti
um það, hvort hún verður frelsuð, æskan í
landinu, eða tröll taki hanai með öllu? Eða
þorum við að bindast þeim samtökum, er
duga, og gera að minsta kosti alvarlega til-
raun til að sækja hana?
Hvort er drengilegra og okkur sam-
boðnara, eða hvað þorum við að gera
mikið ?
—o—
„Æska, þú ert ung og stór.“
Eg hefi séð þig standa með krepta hnefa
og afl í hverri taug og bjóða lífinu byrg-
irin. „Komdu bara,“ sagðir þú, albúin til
að taka hverju því, er að höndum bæri
Alstaðar voru nógir kraftar.
Eg hefi séð þig standa með útbreiddan
faðminn, fulla blíðu og hlustandi, reiðu-
búna til að lykja alt gott, göfugt og fag-
urt í faðmi þínum, því í þér brennur óþrot-
leg, ódauðleg þrá.
Engin orð geta nógsamlega þakkað fyr-
ir þig; engin orð geta lýst yndisleik þín-
um, en
„.... alvængjaða æskudís,
eg elska þig — þú fagra mynd,
eg flygi þínu fylgja kýs
og fá mér drykk úr þinni lind.“
Dúna.
Sitt af hverju.
—o—
Jónas Jónsson
Sambandsstjóri og forstöðumaður Sam-
vinnusikallans dvaldi sídastliöiö sumar á
Norðurlöndum og í Bretlandi. Hann er
einhver mikilvirkasti og víðsýnasti sam-