Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1921, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.01.1921, Blaðsíða 5
SKINFAXI 5 á lífsins tré, og hver sú grein sem er á því tré ber góSan ávöxt, þaö hefir hann sjálf- ur sagt; og þa'ö er einmitt þaö, sem vér óskum allir aö vor væntanlegi lýöháskóli geri, þaö er þaö, að hann beri g ó ö a n á v ö x t! Sig. Guðjónsson. „Betur má ef dug-a skal“ I. Flestir munu kannast viö félagsskap þann, sem nefndur er Ungmennafélög. Fyrir nokkrum árum hóf sá félagsskap- ur göngu sína hér á landi, fyrir áhuga nokkurra dugnaöarmanna. Það var á þeirn árum, sem mest fjör var í íslensku þjóðlífi; meira líf og betra, en verið hefir um langan aldur. Þegar flest ungmenni létu til sin taka kjör alþjóðar, og skipuðu sér i flokka, eftir hugsana- þroska og réttlætistilfinningu. Það vildu allir vera með í þeirri baráttu, sem þá var háö um þaö, hvort ísland ætti að vera frjálst og fullvalda ríki, eöa undirokuð hjáleiga, bygð af sofandi og þróttlausum lýð. Þaö hefir lika verið sagt, aö „ungmenna- félagshreyfingin sé neyðaróp undirokaðr- ar og kúgaðrar alþýöu"; og er það satt sagt og réttilega. Það var af þörf æskunnar og alþjóðar að ungmennafélög risu upp svo að segja í hverri sveit á landi hér, og störfuðu eöa vildu starfa, ósleitilega aö þjóöarþroska í hvívetna. Þaö má líka telja vafalaust, að straum- ar frá nágrannalöndunum hafi borist hingað til lands og haft áhrif á hreyfing- una. Þá voru æskufélögin norsku búin að ryöja sér mikið til rúms í Noregi, en það- an munu áhrifin aðallega hafa borist hing- aö til lands. Það mátti af líkum ráða, aö ungmenna- félögin entust eigi lengi til aö starfa með því fjöri sem þau gerðu, fyrst framan af. Allir sem þekkja íslensku þjóðina vita að hana vantar þol öllu framar. Þolleysi er oröið þjóðareinkenni. Margt sem þjóðin tekur sér fyrir hendur strandar á þolleysi, kjarkleysi og stefnuleysi. — Þá hefir og eigingirni sýkt svo alla þjóðina, að miklar líkur eru til, að hún verði eigi heil þeirra sára sinna í náinni framtíð. Þetta sáu brautryðjendur ungmennafé- lagshreyfingarinnar; þess vegna fylktu þeir liði og sögðu þjóðarlöstunum stríð á hendur. Ungmennafélögin áttu aö veröa hugræktarfélög. Þau áttu að venja þjóö- ina af eigingirni, en kenna henni samvinnu. Þau áttu al kenna mönnum það ungum, aö meta meir þjóöarheildina en sinn eigin maga og stundarhagsmuni. Þau áttu að kenna íslendingum að meta meir þjóöerni sitt og tungu — sem er óðal íslenskra bók- menta — en tískutildur tíðarandans. Flestir bestu menn þjóðarinnar sáu nyt- semi og ágæti hinnar nýju stefnu, og viö- urkendu hana margir, með því að vinna fyrir hana. T. d. ritaði Jón Jónsson sagn- fræðingur, bók (Dagrenning) um nokkra ágætismenn þjóðarinnar á liðnum öldum, og tileinkaði hana ungmennafélögum ís- lands, í því trausti að þau ynni að þjóðar- þroska i anda þeirra manna. Skáldin orktu ljóð um hugsjónir ungmennafélaganna; hvatningarljóð til æskunnar, um að bera merkið hátt. Mörgum virtist framtíð þessa félagsskapar vera blómum skrýdd og geisl- um glitruð. Jafnvel aldraðir menn, vonuðu að sjá ísland endurfæðast, og byrja nýtt og heillaríkt starf, á grundvelli hugsjóna ungmennafélaga íslands. Það trúðu margir því, að æskulýðurinn hefði höndum tekið hamingjudísina. Trúðu því að ófrjó grund mundi gróa grænum lauki. (Framh.)

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.