Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1921, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.01.1921, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI í anda Jesú Krists og í anda sögu þjóSar vorrar. — ÞaS getur verið óviöfeldiS, aö gefa nokkrar ytri reglur fyrir því í hverju það er nú eiginlega fólgið, aö byggja skóla í anda Jesú Krists og í anda sögunnar; en þar sem eg hefi lært, þá gætti þess arna þannig: Að vér aldrei, nokkurn dag, byrj- uðum starf vort án þess að lofa guð í bæn og söng fyrir það, að vér fengum að lifa til þess að starfa, fyrir það að reyna að vaxa í hinu góða; að oss var kent það, að fegursti grundvöllur allrar sannrar ment- unar er það, að reyna að öðlast gott sið- gæði; að vér ekki lærðum af kennurum vorum söguna — og þá síst föðurlands- söguna — sem dauðan og kaldan bókstaf er að eins skyldi muna, heldur lærðum vér einnig af þeim að elska það líf, sem kyn- slóðirnar höfðu lifað, lærðum að dást að afreksmönnunum, sem með viljakrafti sín- um, hugsjónum og landnámi höfðu fleytt þessu lífi fram til fullkomnunar. — Þá fann margur kraftana brjótast fram til hins góða! — Þetta var nú fyrsta atriðið. En að taka hinn norræna lýðháskóla í vora þjónustu á þjóðlegum grundvelli er líka fólgið í því: Að vér sameinum í kenslu vorri í hinum ýmsu greinum yfirheyrslur og fyrirlestra; þvi reynslan sýnir oss það, að það er ekkert sem megnar eins vel að vekja vilja æskumannsins til dáðriks lífs eins og einmitt hið lifandi orð mannsins, þegar það er borið fram af þekkingu og tilfinningu og áhuga fyrir því málefni, sem' maðurinn lifir og starfar fyrir; að vér gróðursetjum þetta vort skólastarf sjálfir i sameiningu á meðal vor og uppfóstrum það með alúð, með öðrum orðum, fylgjum þvi heilræði sem góðskáldið okkar gamla Matthías Jochumsson gefur okkur, þá er hann segir svo fagurt í einu föðurlands- kvæði sínu. Hann segir: „Græðum saman mein og mein, Metumst ei við grannann, Fellum saman stein við stein, Styðjum hverjir annan, Plöntum, vökvum rein við rein Ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman.“ En, að vér svo fáum ríki vort til þess að styðja oss að þessu skólastarfi voru eins mikið og mögulegt er, enda er þvi skylt að gera það, því hagur þess verður fyrst og fremst hafður fyrir augum meö þessu starfi, bæði beinlínis og óbeinlinis; og svo er það að síðustu þetta, að vér íslendingar svo brúkum vorn íslenska lýð- háskóla, sem eitt hið öflugasta meðal í hendi vorri til þess að öðlast að fullu og öllu á ný það fagra og þróttmikla þjóðlíf, sem eg benti á í aðaldráttunum, að vér höf- um átt — og sem þér vitið eins vel og eg sjálfur, að vér höfum átt — og sem mér i sannleika sagt finst eitt þess vert, að krýna það endurreisnarverk, sem mikil- mennið Jón Sigurðsson og aðrir hafa unn- ið með þjóð vorri á síðastliðinni öld. — Minna takmark en það, megum vér ekki setja lýðháskóla vorum! -----o----- Já, landar góðir, guð gefi oss þá kraft til þess að byggja þennan væntanlega lýð- háskóla á þeim grundvelli, sem eg hér hefi bent á, og til þess að efla með því, ekki að eins hag vors jarðneska ríkis, sem eg nú hefi talað um, heldur og einnig guðs- ríki á meðal vor. Því án anda Jesú Krists lifandi í hjörtum mannanna, hefir aldrei á jarðríki verið stofnaður skóli til neinnar frambúðar — það sýnir sagan oss, og það sýnir oss átakanlegast hin sorglega nútið- arreynsla þjóðanna — og það getum vér því heldur ekki gert. En ef vér höfum guðs son hér i verki með oss, þá þurfum vér engu að kvíða þó vér séum fátækir; því þá.erum vér grein

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.