Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1921, Síða 2

Skinfaxi - 01.12.1921, Síða 2
38 SKINFAXI Skinfaxi Mdnaðarrit U. M. F. í. Verð 2 krónur. — Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritstjóri: Helgi Yaltýsson, Pósthólf 533 Afgreiðsla og innheimta — 516 °g góð skemtun og ómetanleg örfun og glæðing á marga vegu. Yrði það ágætur þáttur sumarmóts, og myndi vekja mikla gleði hjá allri alþýðu. Setjum svo að t. d. 3 félög ættu allgóðan söngflokk (auðvit- að ættu þau að vera fleiri!) Syngi svo hvert félag 5 lög sér, og 'óll sameiginlega t. d. 3, yrði það sérstaklega efnisríkur og íjölbreyttur hljómleikur, er lengi myndi í minnum hafður þar, sem þetta væri al- gert nýmæli. Eg spái því, að sumarmótin, ungmenna- félögin sjálf og sveitirnar í heild sinni myndu auðgast og þroskast við þesshátt- ar starfsemi! Eigum við þá ekki að reýna að syfigja saman þjóðina vora á komanda ári! Syngja sólbjart sumar inn í sveitalífið íslenska! Reykjanes víð ísafjarðardjúp. Það mun ekki vera ofmælt þó maður segi, að 'sundlaugin í Reykjanesi sje eins- konar »Mímisbrunnur< sundíþróttarinnar á Vestijörðum. Síðan 1896 hafa fá ár fallið úr, sem ekki hefir verið kent þar sund, og oftast mánaðartíma að vorinu. Konur, jafnt sem karlar, hafa notið góðs af þess- ari kenslu. Margir af þeim sem lært hafa í Nesinu, háfa bjargað sér úr sjávarháska. Þó mun enginn jafn dásamlega geta lofað sundkunnáttu og Halldór Olafsson, sem bjargaði sér úr snjóflóði því er féll á Snæfjallaströndinni síðastliðinn vetur. Því þessi maður var tvisvar áður búinn að bjarga sér á sundi undir sömu kringum- stæðum. — Sundkunnáttan eykst hrað- fara á Vestfjörðum síðustu árin, og mun vera óhætt að fullyrða, að það sé mest að þakka þeim eldmóði, sem hver nem- andi hefur teigað í sig hjá kennurunum í Reykjanesi. — Síðustu árin hefir U. M. F. Huld gengist fyrir kenslunni. En nú á það félag erfitt verk fyrir höndum. Sund- laugina þarf að færa og steypa algerlega upp að nýju, og um leið að byggja hús með mörgum herbergjum og stórum leik- fimissal. — Verði félagið svo lánsamt að njóta síns góða formanns, ungfrú Jakobínu Þórðardóttur frá Laugabóli, er lítill vafi á því að þetta stórvirki kemst í fram- kvæmd. Ætlunin er að hafa fyrst námsskeið fyrir pilta, mánaðartíma að vorinu, en síðar annað fyrir stúlkur, t. d. seint í júlí og framan af ágúst. Mundi það námsskeiðið aðallega verða sótt frá Isafirði, og gæfist þá stúlkum þar gott tækifæri til að nota vel sumarleyfi sitt, en jafnframt að njóta sælu sveitalífsins. — Þaö væri betur, að öll ungmennafélög á landinu fyndu jafn mikla hvöt hjá sér til að efla íþróttir, bæði út á við og innan sinna vébanda og ung- mennafélagið Huld. En. hversvegna erum við ungmennafélagar búnir að gleyma því háleitasta takmarki félagsskapar okkar sem er að fullkomna sjálfan sig og meðbræður sína, bæði andlcga og líkamlega. '7, Þ- Fjórðungsþing U. M. F. Vestfjarða. Arið 1921 dagana 29. og 30. marz var 9. fjórðungsþing U. M. F. Vestfjarða háð að Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði. Alls voru mættir 13 fulltrúar frá 8 félög- um. Gerðir þingsins:

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.