Skinfaxi - 01.03.1922, Blaðsíða 3
SKINFAXI
19
vorri í heild að nokkru happi; hún hef-
ir sjálfsagt bæði sína kosti og ókosti;
annars ætti oss að vera reynsla annara
Þjóða í þessum efnum til leiðbeining-
ar; sá hagur ætti okkur að vera að
því að vera eftirbátar, að við ættum
ekki að ana á þau sker, er þeir, sem
á undan fara, eru að laska sín skip á.
En þó að stóriðnaðurinn kunni að vera
vafasamur, þá er heimilisiðnaðurinn
lífsspursmál. Framleiðsla á sjó og
landi, og svo heimilisiðnaður, fyrst og'
fremst til eigin þarfa, eru aðalbjarg-
ráðin upp úr skuldafeninu. En það er
ekki nóg að sjá þessi ráð; það verður
að fylgja þeim fram, framkvæma þau.
þjóðin hefir öll orðið samferða ofan í
fenið, og hún verður öll að vera sam-
taka í því að brjótast upp úr því. En
ef einhver ætti þar öðrum fyr að hefj-
ast handa, þá eru það kaupstaðirnir
og yfir höfuð unga fólkið, sem á velti-
árunum vann sér svo mikið inn, en
varði því margt í gáleysi til glingurs
og óþarfa. Eg veit nú, hvað eg fæ fyr-
ir þennan lestur; eg fæ fyrst spurn-
ingu: „Iívað á svo sem að gera?“ Og
svo fæ eg þetta: „pað er ekki til neins
að gera neitt; það er t. d. alt, sem unn-
ið er úr okkar ull, svo ófínt og grotta-
legt, að enginn vill kaupa það eða
nota“. En þetta er hvorugt rétt. það
má vinna ýmislegt svo vel og sjálegt
úr ullinni okkar, að skarti á hverjum
manni, karli sem konu, og svo má
minnast þess, að sitt „þénar“ hverj-
um; silkisokkar, alt að því ósýnilegar
slæður og annað „híalín“ getur verið
gott og blessað á borgastrætunum í
bláhvíta logni um sólheiða sumardaga,
— en við stritvinnu, í hríðarveðrum og
hryssingi á fjöllum uppi eða á hafi úti,
þá er lítið skjól að slíku hismi; þá
þarf eitthvað, sem er haldgott og hlýtt,
væna sokka og vetlinga, hlýjar peysur
og stakka; í alt slíkt er ullin okkar,
jafnvel það lakara úr henni, ágætt
efni. — þeir koma auðvitað ekki í
gusum peningarnir fyrir ullarvinnuna,
eins og þegar vel lét á síldarplönun-
um á árunum, en þeir seitla þó nokk-
uð drjúgt, ef að er verið og vel haldið
áfram. Sannorður maður skrifaði mér
norðan úr Eyjafirði í vetur, að einn
lausamaður þar hefði í fyrra vetur
lagt í kaupstað prjónles fyrir fast að
1000 krónum; fyrir efni hafði hann
lagt út um 300 kr„ og því unnið sér
inn einn yfir veturinn með þessari
vinnu um 670 kr. Sá, sem skrifar mér
þetta, segir, að í vetur sé stunduð tó-
vinna af miklu kappi þar um slóðir,
ungir sem gamlir, og er það gleðiefni.
Eru nú prjónavélar þar víðast á heim-
ilum til hjálpar. Norður- og Austur-
land hafa jafnan, samkvæmt landhags-
skýrslum, lagt til aðalskerfinn af þeirri
tóvinnu, sem úr landi hefir verið flutt,
og ættu aðrar sýslur að taka sér þetta
til fyrirmyndar. — En iðjusemi og'
vinna veitir fleira í aðra hönd en pen-
inga; hún gefur uppbót, sem ef til
vill er meira virði en peningarnir; hún
þroskar manninn, göfgar hann og gleð-
ur; hún styttir skammdegismyrkrið,
hrekur burtu leiðindin, og gerir mann-
inn að meiri og' betri manni að sama
skapi sem iðjuleysið spillir honum,
niðurlægir hann og leiðir hann á ýmsa
glapstigu. — Ungmennafélög íslands!
Eg er orðinn nokkuð gamall, og heyri
hálfilla; eg heyri að minsta kosti lítið
til ykkar; eg hefi eitthvað veður af að
þið séuð stundum að syngja, synda,
glíma, dansa, og mér er engin þægð í
að þið hættið því, er hentug tómstund
er til; en blessuð bætið inn í stefnu-
skrá ykkar: Meiri heimilisiðnaður,
meiri heimilisiðnaður, því með honum
kemur margt gott. Minnist þess, að
land vort er enn á sama stað sem á
tímum forfeðra vorra. J>á þurftu þær