Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1922, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.03.1922, Qupperneq 8
24 SKINFAXI og býr sálir og líkami undir sameiginleg átök. Söngur að fundarlokum er lianda- band að lokinni glímu — hjónaband, sem iieldur flokknum saman til næsta fundar. Hér á landi eru lestrarfélög með bóka- söfnum í flestum sveitum, þar sem eg þekki til. þar höfum við þann rétta grund- völl að byggja á. Ef við getum komið lestr- arfélögunum til að halda fundi við og við, til að ræða um efni bókanna, þá erum við strax búnir að fá námsílokka svipaða því, sem þeir eru sumstaðar í Svíþjóð. Eg veit dæmi til, að þetta hefir verið reynt liér á landi, og gefist vel. Einn fundur á mánuði, eða sex á vetri, gæti gert mikið gagn. Á þessum fundum yrði líklega mest rætt um skáldrit. Hefðu þá hinir mentaðri menn og gáfaðri i félögunum gott tæki- færi til að leiðbeina þeim um val góðra bóka, sem skemmra eru á veg komnir. þess er hin mesta þörf. Er grátlegt til þess að vita, að þjóðin skuli eyða fé í úr- þvættis bækui' á þessum tímum. Mætti þá lielzt skoða félagið sem skáldmentanáms- flokk. þó er líklegt, að fleira bæri á góma á fundum þessum, heldur en skáldskapur, t. d. saga Islands. Innan lestrarfélagsins vil eg svo að myndist smærri flokkar, hver um sitt séi’staka viðfangsefni. Bókasafn ungmennafélagsins — lesti’arfélagsins — sveitarinnar verður miðstöð þessara náms- flokka, og bækur vei'ða valdar til þess að nokkru leyti, með tilliti til þeirra. Saman í flokk veljast þeir, sem hafa sameiginleg áhugamál og hægast eiga með að ná sam- an. Tala flokksmanna er auðvitað óákveð- in. í Svíþjóð er hún oftast milli 7 og 20. 10—12 er mjög algengt. 5 virðist vera lág- markstalan hjá Svíum, en geta ekki líka vei’ið 4 í flokki, og jafnvel 3? Á stöku stað verða flokksmenn allir á sama bæ. það er þægilegast, þar sem hægt er. Fundir vei’ða venjulega haldnir á kvöldin, þvi að flokksmemx hafa daglegum störfum að gegna, og helzt ekki sjaldnar en eitt kvöld í viku. Frh. Molar. Kvæðið „ísland“, sem birt er hér í blaðinu, gaf hr. Hannes S. Blöndal Ungmennaíelögum Islands. Hr. pórar- inn Guðmundsson hefir samið lag við kvæðið, og verður það gefið út bráð- lega. Báðum þessum mönnum þakka eg innilega fyrir vináttu þá, er þeir sýna félagsskapnum með þessu. Vona eg, að félögin sýni þakklæti sitt með því, að þau þoki sér saman og vinni af enn meiri áhuga að ungmennafélags- málunum. Skjaldarglíma „Ármanns“. 1. febr. s. 1. var háð kappglíma, um „Ármanns- skjöldinn“. 10 Ármenningar tóku þátt í glímunni, en hlutskarpastur varð Friðbjörn Vigfússon, frá Gullberastöð- um í Borgarfjarðarsýslu; lagði hann alla keppinauta sína, og hlaut því skjöldinn. Glíman fór ágætlega fram. Eg hefi heyrt öllum koma saman um það, að brögðin hans Björns séu karl- mannleg og hrein. — Hermann glímdi ekki Skjaldarglímuna að þessu sinni. Eggert Kristjánsson hlaut verðlaun fyrir fegurðarglímu. Sundbók í. S. í. Skinfaxa hefir bor- ist II. hefti af Sundbók í. S. í. Eftir að hafa lesið bókina yfir í flýti, einu sinni, get eg aðeins sagt það, að trú mín er sú, að bókin verði þessari íþrótt til mikillar eflingar. Vil eg mæla með því, að sem flestir kaupi hana og 1 e s i v e 1. Leiðrétting. I metaskránni, sem birt- ist í síðasta blaði, var ein tala ekki rétt. 200 metra hlaup í Danmörku. Tíminn á að vera 22,7 sek. M. S. Rit um fiskaklak fæst hjá Guðmundi Davíðssyni á Frakkastíg 12, Reykjavík. — jxeir sem óska eftir ritinu, mega horga það með 1 kr. í peningum og 35 aui’. i fri- merkjum. Prentsmiðjan Acta.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.