Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1922, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.03.1922, Blaðsíða 7
SKINFAXI 23 máli ofurlitla liugmynd um starfsemi þeirra, skal eg búa til dæmi. I einliverju ungmennafélagi hér á landi eru nokkrir unglingar, sem bindast sam- tökum um að kynna sér söguöld íslands sérstaklega vel. Jfeir leggja tii grundvall- ar „Gullöld Islendinga", eftir Dr. Jón J. Aðils, og „Iþróttir fornmanna", eftir Dr. Björn Bjarnarson. þessar bækur verða þeir allir að lesa, að þvi leyti, sem þær segja frá Söguöldinni. Svo skifta þeir á milli sín Islcndingasögum, þeim helztu, eins mörg- um og flokksmenn eru margir, og lesa sína söguna hver. Einn les Njálu, annar Lax- dælu, þriðji Eyrbyggju, fjórði Grettlu o. s. frv. Sumar bækurnar fá þeir lánaðar í bókasafni sveitarinnar eða félagsins, sum- ar hafa þeir lieima, sumar kaupa þoir í samlögum og leggja safninu þær til að loknu námi, svo að aðrir námsflokkar geti notað þær síðar. Síðan lieldur flokkurinn fundi með ákveðnu millibili, t. d. einn í viku, til að ræða um efni bókanna, að því leyti, sem það snertir Söguöldina, og um Söguöldina sjálfa, að því leyti, sem bækurnar gefa til- efni til þcss. Flokksmenn hafa framsögu sinn á hverjum fundi. Njálumaðurinn hefir framsögu á Njálufundinum og talar eink- um um Njálu og það, liverja fræðslu þar mcgi fá um Söguöldina. Hinir taka til máls á eftir. Kemur þá liver með sínar athuga- semdir, ýmist frá oigin brjósti oða út frá þvi, sem þcir liafa lesið. Sjálfsagt koma fram álitamál, er liver lítur á sínum aug- um, og geta lcitt flokksmenn út i kappræð- ur. Veldur þar livorttveggja, að þeir trúa eklci höfundum og bókum í blindni, og svo hitt, að mörg eru ágreiningsatriðin, sem ekki er feldur dómur um í bókunum. Einn heldur því fram, að forfeður vorir á Söguöld hafi verið gersneyddir allri ætt- jarðarást, annar beldur því fram, að ætt- jarðarástin skíni út úr hverju orði og at- viki í sögunum, o. s. fv. Rökin eru leidd fram frá báðum hliðum. þetta verður kappemál og ágæt æfing í rök- fimi og í því, að lesa Islendingasögur nið- ur í kjölinn. Auk þess verður þetta sú skemtun, sem hlutaðeigendur munu lengi minnast. Eg trúi ekki öðru, en að flokks- menn verði allmiklu fróðari um Islendinga- sögur og um Söguöldina eftir slikan lest- ur og eftir 10—20 slika fundi, heldur en flestir yngri menn eru nú á dögum. Einnig mætti mynda sérstakan flokk til að kynna sér bókmentagildi íslendinga- sagna. ])á mundi og margan fýsa að mynda námsflokk til að nema Islendingasögu — íslandssaga Dr. Jóns J. Aðils lögð til grundvallar, aukarit sitt um hvert tíma- bilið. Einhversstaðar myndast flokkur til að lesa bækur Einars H. Kvaran niður í ltjöl- inn og ræða um þær á fundum, eftir ein- hverjum reglum, sem flokksmenn koma sér saman um. Námsflokkar í grasafræði starfa á sumr- in. J>á er safnað plöntum. Atthagarannsóknarflokkar fara kynnis- ferðir um héraðið, o. s. frv. o. s. frv. Námsflokkar í Svíþjóð útvega sér stund- um menn utan flokka til að flytja fyrir- lestra á fundum flokkanna, þegar um meiri háttar verkefni er að ræða, og jafnvel kennara, t. d. í tungumálum. En enginn gengur í námsflokk til að læra annað en það, scm liann vill læra. Með því er áhug- inn trygður og árangurinn. Fundirnir eru lcjarninn í námsflokka- starfseminni. jteir leiða, laða og neyða nem- endur til að lcsa hverja bók niður í kjöl- inn og brjóta hvcrt bein til mergjar. En allur lærdómur er hismi og froða og liljóm- andi málmur og hvellandi bjalla, nema mergurinn í hverju máli eða viðfangsefni renni nemandanum i idóðið. Söngur er eitt liið hentugasta viðfangs- efni námsflokka, en auk þess er bezt að byrja og enda hvern fund með söng. Söng- ur að uppliafi fundar samræmir geðblæinn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.