Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1922, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.03.1922, Blaðsíða 4
20 SKINFAXI S kinfa xi Útgefandi: Samb. Ungmennafél. Islands 12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi fyrír 1. júlí. Ritstjórn, afgreíðsla og innheimta: Skín- faxi Reykjavík Pósthólf 516. systur, iðjusemi og sparsemi, að hald- ast í hendur á hverju heimili, til þess að vel farnaðist. Og svo mun enn reyn- ast. Og svo ætla eg síðast, um leið og eg kveð ykkur, að hvísla þessu að ykk- ur: það er prentvilla í Krukkspá, þar sem sagt er, að af langviðrum og laga- leysi muni land vort eyðast; þar átti að standa þessi orð: Af eyðslusemi og iðjuleysi mun Island eyðast. Ilver vill láta þá spá rætast? Ólafur Ólafsson frá Hj arðarholti. Fiskarækt. Oft er talað um, hve land vort sé kalt, hrjóstrugt og gæðasnautt, í sam- anburði við sum önnur lönd. petta á við nokkur rök að styðjast, .en hins- vegar er mönnum jafnan tamt að kenna óblíðu náttúrunnar um margt af því, sem þeir sjálfir eiga sök á. Vér höfum lítið gert til þess að efla og rækta náttúrugæði landsins, en ætíð verið duglegir að spilla þeim. Skóginn, eða annan viltan jurtagróð- ur, eins og hann var til forna, verður aldrei hægt að heimta aftur úr helju. það verður aldrei hægt að breiða hann yfir þau svæði, sem nú eru uppblásin, þó áður hafi verið gróðri vafin. Fiskunum, í ám og stöðuvötnum, hefir fækkað að sínu leyti eins og skóg- arplöntunum í fjallshlíðunum. En þrátt fyrir það hafa vötnin ekki orðið órækt- hæf, eins og sumir blettir á þurlend- inu, þar sem skógurinn óx. I framtíð- inni mun því reynast auðveldara að fylla vötnin af fiskum, en klæða landið gróðri. þar sem fiskarækt er komin á góðan rekspöl, segja menn, að ekki þurfi annað en sá hrognunum til að uppskera fiska. Sennilega eru fá eða engin lönd í Evrópu betur fallin til fiskaræktar, en einmitt Island, Kuldinn í vatni og lofti á bezt við þá ræktun, og þau skilyrði eru hér ætíð fyrir hendi, en þau eiga aftur á móti illa við ræktun jurtanna. þegar grasræktin bregst, sakir kuldans og umhleypinganna, getur fiskaræktin blómgast og dafnað. Öðrum þessum at- vinnuveg getur því orðið það til við- reisnar, sem hinum er til hnekkis. þeir, sem láta sig nokkuð varða um velferð lands og þjóðar í framtíðinni, geta ógjarnan sneitt alveg hjá 'fiska- ræktinni; hún hlýtur að verða mikils- verður þáttur í framförum, er horfa til menningar þessari þjóð, á komandi tímum. Hvert stöðuvatn, á og lækjarspræna var hér full af fiskum í byrjun Land- námsaldar. Náttúran naut engrar mannlegrai' hjálpar til að framfleyta þessum skepnum, þrátt fyrir mergð af fuglum og selum, er á þeim lifðu. Hafi náttúrunni tekist, af eigin ramleik, að rækta vötnin hér á landi og fylla þau af fiskum, mætti þá ekki ætla, að henni gengi enn þá betur, ef menn- irnir hjálpuðu henni í ræktunar- starfinu. Framfarir, í fiskarækt, hjá nágranna- þjóðum vorum, hafa orðið miklar síð- ustu áratugina; getum vér því fært oss í nyt þá reynslu og þekkingu, sem þær hafa aflað sér á því sviði. Margur ímyndar sér, að fiskaræktun sé svo kostnaðarsöm, að öðrum sé eigi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.