Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1922, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.03.1922, Blaðsíða 6
22 SKINFAXI stundað þar í nokkur ár. Útlendingur var fenginn til að annast klakið, en eftir að hann fór, var því hætt, en samt ekki fyrir þá sök, að klakið gæf- ist illa, eða yrði árangurslítið, heldur vegna hins, að menn vantaði áhuga til að halda því áfram, og skilning á nytsemi þess. Menn gátu ekki gert sér grein fyrir, að fiskaræktin gæti orðið þjóðþrifafyrirtæki, og skapað nýjan arðberandi atvinnuveg í landinu. pá var hér heldur enginn félagsskapur til, á borð við ungmennafélagsskapinn, er með áhuga og fjöri hleypti nýju lífi í fyrirtækin, er til framfara horfðu hjá þjóðinni. G. D. ísland. Söngur Ungmennafélaga íslands. þú, perlan yzt í Atlanz-sæ, þér ótalmargt af Drottni’ er veitt, sem eykur þinn og eflir hag, ef elskum vér þig nógu heitt. ísland, ísland, vort ættarland! Vér elskum þig, vort kæra fósturland! þú, stórra möguleika land, þér lyfti æ á hærra stig dáð þinna barna, afl og ást, og Alvalds höndin verndi þig. ísland, ísland, vort ættarland! Vér elskum þig, vort kæra fósturland! Og burt með sundrung, úlfúð, agg, sem eitri mengar sál og blöð, en vinnum að, með hönd og hug, að hefja’ og bæta land og þjóð. Island, Island, vort ættarland! Alt fyrir þig, vort kæra fósturland! H. S. B. Frá Svíþjóð. Námsflokkar. Einn merkasti þátturinn í menningar- viðleitni Svía nú á tímurn er námsfiokka- starfsemin. Námsflokkur (studiecirkel) er flokkur manna, karla eða kvenna, eða af báðum kynjum, sem liafa samtök, samhjálp, sam- vinnu um að nema eða kynna sér eitthvert námsefni á einhvern þann liátt, sem þeim kemur saman um. það er ekki auðvelt að lýsa námsflokk- unum í stuttu máli. ])eim er eldvi mark- aður bás. þeir láta ekki steypa sig í móti. Verkefni þeirra getur náð yfir allar fræði- greinar, listagreinar, vinnuaðferðir o. s. frv., í stuttu máli, alt,, sem mcnn vilja nema og geta numið. Verkefnið er þvi nokkurn vcginn eins takmarkalaust og alheimurinn. Skipulagsmyndir námsflokkanna geta orðið hcr um bil eins margar og flokk- arnir sjálfir, því að liver flokkur ræður að niestu sínu eigin fyrirkomulagi, og það er ekki heklur heimtað, að allir fari eins að innan sama flokks, svo að vinnuaðferð- irnar get.a á sumum sviðum orðið nærri því eins fjölbreyttar og einstaklingarnir, scin flokkana mynda. En rauði þráðurinn í allri námsflokkastárfsemi er sjálfsment- un, heimanám stutt af samvinnu og sanv hjálp. þctta er sjálfstæð og afarmerkileg menta- stefna, sem á síðustu árum hefir rutt sér til rúms víða um heim, og er vel þess verð, að við íslendingar gefum henni gaum. Heimanám liafa íslendingar stundað meira en margir aðrir. Hcimanámi á menn- ing þjóðarinnar mest að þakka að fornu og nýju. Mcð skipulagsbundinni og þó frjálsri samvinnu mætti margfalda ágæti þess og áhrif til menningarbóta. Til þess að gefa lesendunum í örstuttu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.