Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.07.1923, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 15.07.1923, Blaðsíða 1
 6. BLAI) BEYlíJAYÍK, JÚLÍ 1923. XIY. Sígurður Greipsson glímukonungur. Meðal keppenda í Islandsglímunni í fyrra var talinn S i g u r ð u r Greipsson . Þessi glímumaður var flest- um eða öllum ókunn- ur hér syðra. En það var einhver undarlegur víkingsblær yfir þessu nafni. Og það fór að kvis- ast, að Sigurður sá Greipsson úr Haukadal væri líklegur til þess að hlaða öllum keppi- nautum sínum í glím- unni. Einhver hraustasti maðurinn, sem tók þátt í þessari glímu, var Magnús Sigurðsson frá Stóra-Fjalli í Borgar- firði, rammur maður að afli og mikill vexti, vel æfður glímumaður og fastur á fótum. Vissu það allir kunnugir, að hann stóð mjög nærri því að vinna glímuna. Jeg ætla, að fyrsta glíma Sigurður væri við Magnús. Það var að minsta kosti fyrsta glíma hans, sem nokkru þótti skifta, og var mörgum for- vitni á aö sjá þá tvo taka saman. Og töktm- um tóku þeir, hægt og rólega, og standa graf- kyrrir, þangaö til dóm- arinn gefur tnerki. En í sama augnabliki fell- ur Magnús beint á bak aftur. Sigurður brá hon- um geisilegum hælkrók fyrir báða fætur, og láði það enginn Magn- úsi, þó að hann félli. Það var augljóst á þessu eina bragði, að hér var mikill garpur genginn í leikinn. Og á þessu eina bragði, þ. e. hælkrók fyrir báða fætur, hefir Sigurður Greipsson nú í annað sinn borið Is- landsbeltið af hólmi. Því að hann er ekki fjölbrögðóttur; það er nokkur galli á íþrótt hans. lin þess er að geta, að jeg hefi ekki séð hann glíma nema tvisvar, Íslandsglímu í bæði sinni, En í kappglímu beita menn auðvitað helst þrautabrögðum sínum, og kemur þá fjölhæfni þeirra í brögðum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.