Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 15.07.1923, Qupperneq 7

Skinfaxi - 15.07.1923, Qupperneq 7
SKINFAXl 47 og Halldór Snorrason gerði Haraldi konungi forðum: »Þó að stjórn Spánverja hafi get- að kúgað Alþingi vort svo, þá skal ég hundur heita, ef nokkur dropi af vínum þeirra kemur inn fyrir varir mínar«. — Nú á að skera upp herör og eggja þjóðina gegn þessu vítishorni. Það á hver heimilisfaðir að gera á sínu heimili í landinu. Það á hvert félag að gera innan sinna takmarka. Það vil ég nú hér með gera á þessum stað, í heyranda hljóði, og get lofað því fyrstur að neyta þeirra eigi. Það á hver Islendingur að gera, svo að Spánverjar verði að gera annað af tvennu: að flytja vín sín burt úr landi eða — hella þeim í hálm niður. Kolb. Högnason. Kollafirði. Fréttir af U. M. F. í héraðssambandinu »Skarphéðinn«. U. M. F. Biskupstungna. Helstu störf þess á árinu voru: Fundarhöld, þar sem rædd voru og til lykta leidd áhugamál félagsins, ennfremur voru rædd ýms alþýðleg efni. 4 fræðandi fyrirlestrar voru haldnir fyrir félagsmenn. Af íþróttum, sem voru iðkaðar má nefna glímur, stöklc, hlaup og köst. Aðrar framkvæmdir félagsins eru hesi- húsbygging á fundarstaðnum í félagi við hreppsfélagið. — Jólagjafir voru gefnar fá- tæku fólki. Keypt 26 skíði handa félags- mönnum. LJ. M. F. Hrunamanna. Félagið er stofnað 1908 og teiur 64 félaga alls, þar af nokkrir aukafélagar. Gekk í S. U. M. F. í. 1911. Umræðufundir voru haldnir 7 á þessu ári. — Fyrirlestrar haldnir af skólastjóra Magnúsi Helgasyni: Um Kristófer Bruun, og forstjóra Helga Valtýssyni: Um járn- brautarmálið. Félagið gaf út 8 tölublöð á árinu af félagsblaðinu » Njáli«. Hinn nýi tilraunareitur félagsins var undirbúinn til skógræktar. Stærð hans er 400 m2. I hann voru gróðursettar 100 trjáplöntur, var það reyniviður, birki og ribs. Kappglíma var háð um verðlaunapening og auk þess haldnar 4 skemtanir á árinu. Haldin handavinnusýning í Hruna. Voru þar sýndir 34 munir af 25 sýnendum. Þremur börnunum voru veitt verðlaun á sýningunni. Jólatré voru gefin til þriggja heimila. Innan þessa félags starfar tóbaks- bindindisflokkur og íþróttafélag. Ennfrem- ur hefir félagið umsjón með lestrarfélagi Hrunasóknar. U. M. F. Laugardœla. Félagar eru alls 36. Á þessu ári voru haldnir 7 fundir. Fé- lagið vantar fundarhús. Félagið lét halda fjóra fyrirlestra alþýðlegs efnis. Af íþróttum iðkuðu félagsmenn glímur, hlaup og stökk. Félagið hefir gróðursett í trjáreiti á 6 bæjum alls. Stærð þeirra allra er 180 m2. Félagið á húsbyggingarsjóð 348 kr., ennfremur bókasafn og girðingu. U. M. F. Sandvíkurhrepps. Félagið tel- ur alls 35 félagsmenn og hefir á árinu haldið 6 fundi og voru algengustu um- ræðuefni áhugamál Ungmennafélaganna svo sem íþróttir, skógrækt, skóla- og menta- mál o. fl. Einn fyrirlestur var haldinn. Af íþróttum voru glímur og hlaup iðk- uð einu sinni í viku. Félagið hefir haft í sinni þjónustu íþróttakennara. Það hefir ennfremur keypt ýms íþróttaáhöld. Félagið styrkir lestrarfélagið með fjár- framlögum. Það hefir einnig unnið að út- græðslu erfðafestulands, sem það á og kostað til viðhalds á fundarhúsi sínu. Ennfremur veitt tveim mönnum styrk til að sækja íþróttamótið við Þjórsárbrú. U. M. F. Asahrepps. Félagsmenn eru

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.