Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.07.1923, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 15.07.1923, Blaðsíða 8
48 SKINFAXI alls 29. Af starfsemi félagsins má nefna fundarhöld. Voru þar rædd ýms málefni ásamt áhugamálefnum félagsins. Iþróttir hafa verið iðkaðar og einn fé- lagi sendur á íþróttanámskeið í Reykja- vík. Félagið hefir afgirtan reit og eru í hann gróðursettar nokkrar trjátegundir sem þrífast vel. Félagið gekst fyrir stofnun minningar- sjóðs eftir séra Ólaf prest á Kálfholti og frú hans Þórunni Ólafsdóttur. U. M. F. *Ingólfurt-. Félagar eru alls í þessu félagi 26. Fundir voru haldnir 8 og helstu um- ræðuefni voru íþróttir og trjárækt. Einn fyrirlestur var haldinn um alþýðu- fræðslu fyr og nú. Félagið á trjáreit og var starfað að því að viðhalda honum. Félagið hefir á árinu styrkt þrjú heimili með vinnu [34 dagsverkum] og peninga- framlagi [200 kr.] í tilefni af veikindum þar. U. M. F. ■»Njáll'!. Félagsmenn eru 30 að tölu og hefir félagið haldið 6 fundi í húsi félagsins. Voru þar einnig haldnir 3 fyrirlestrar, einn um uppeldismál U. M. F. og starfsemi þeirra. Af íþróttum var iðkað: glímur, sund, hlaup, reiptog og skautahlaup. Félagið sendi fjóra menn á íþróttanám- skeiðið að Þjórsártúni. Félagið hefir áður stofnað sjúkrasamlag og á þessu ári styrkt það með því að halda hlutaveltu til ágóða fyrir það. Inn- an félagsins er stofnaður sérstakur söng- flokkur. Félagið bendir á að æskilegt væri á íþróttamótum að veita fleiri verðlaun og viðurkenningar heldur en tíðkast venjulega, til þess að auka áhuga manna fyrir þátt- töku í mótunum. Prentsm. Acta h.f. — 1923 Bókasöfnin. Eitt af hlutverkum Ungmennafélaganna, þar sem þau eru, er að koma á fót og starfrækja félagsbókasöfn, eða þó helst héraðsbókasöfn. Þau eiga að vera athvarf námfúsra unglinga og stoð og stytta þeirra við sjálfsnám. Og það mun reynast hollara og þróttugra til þrifa en hálfmentunarslikja sem fengin er við tímanám í Reykjavík. En það er meiri vandi en vegsemd að stofna og stunda slík bókasöfn. Bókavalið er oftast erfiðasta viðfangsefnið. Menn kaupa bókastofninn og bæta við án þess að leita hollra ráða góðra manna og sann- fróðra, en slíkt er nauðsýnlegt. Mér dett- ur í hug dæmi. í sveitabókasafni, sem ég þekti vel, stóðu hlið við hlið Flóra íslands, Kapitóla og Iíugsunarfræði eftir E. Briem. En það er ekki nóg að finna að, það þarf að reyna að bæta úr þessu. Nú vil ég stinga upp á því við lesendur Skinfaxa að þeir — hver einasti —, sendi blaðinu nöfn [og nöfn höf. ef þektir eru] á a. m. k. tíu bestu bókunum, sem þeir þekkja og séu þær á íslensku eða einhverju norð- urlanda málanna. Ef þessu yrði sint er auðvelt að fá aðstoð góðra manna til að vinsa úr tillögunum, og mætti með þessu móti fá skrá er gæti orðið bæði félögum og einstökum mönnum til stuðnings við bókaval. Þetta er nauðsynjamál, og þess vegna er því nú hreyft. En vel má vera að einhver gæti fundið, betra ráð, og væri þá drengi- lega gert að benda Skinfaxa á það. G. G. Látinn er hér í bænum Morten Hansen skólastjóri, 67 ára að aldri. Starfsdagur hans var orðinn langur, eflaust lengri en nokkurs samtíðarmanns í kennarastett. Og hann lifði óskiftur í starfi sínu. Sammála munu vinir hans um það, að því betur sem menn kyntust honum, því meira hlutu þeir að meta hann. €L

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.