Skinfaxi - 15.07.1923, Blaðsíða 4
44
SKINFAXI
S kinfa x i
Útgcfandi: Samb. Ungmennafél. íslands
12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi
fyrir 1. júlí.
Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Skin-
faxi Reykjavík Pósthólf 516.
an hátt. Þó hafa nú á síðustu áratugum
farið fram viðtækar rannsóknir í ýmsum
menningarlöndum.
Sálarfræðingar í Ameríku þykjast þess
fullvissir, að munur á hæfileikum fari afar-
lítið eftir kynjum. Eftir afar víðtækar rann-
sóknir kemst Tborndike svo að orði:
»Það, sem mest ber á við allar þessar
rannsóknir er það hve hæfileikamunur kynja
er nauðalítill. Mismunur á einstaklingum
hvers kyns er óendanlega miklu tneiri en
munur kynja. I skólum gæti því ekki
óviturlegri flokkun átt sér stað, en flokkun
eftir kynjun, það er að segja, ef flokka á
eftir getu nemendanna. Reynslan sannar
líka, að konur hafa ekki staðið körlum að
baki við nám, hvorki í barnaskólum, gagn-
fræðaskólum né í háskólum. Núlifandi kyn-
slóð þreifar einnig á því, að konur reynast
eins vcl og karlar á ýmsum starfsviðum
þjóðfélagsins. Og sálfræðilegar mælingar
hafa leitt að þeirri niðurstöðu, að jafngildi
beggja kynja í framkvæmdum stafi af jöfn-
uði upprunalegrar getu, fremur en af meiri
ástundun kvenna, sem jafni upp skort
þeirra á hæfileikum«.
Þá kveður við annan tón hjá þýska sál-
arfræðingnum A. Wreschner, sem nú er
nýbúinn að birta álit sitt á þessu máli.
Hann hallast mjög að gömlu skoðununum.
Hann segir meðal annars:
»Mjög mikill munur er meðal annars
milli kynja, hvað snertir næmleika skynj-
unar. Konur eru næmari á örlítinn þunga
mun en karlar. Bragð og lykt hafa þær
miklum mun næmari. Aftur á móti eru
hinar æðri skynjanir, sjón og heyrn, mikl-
um mun næmari hjá körlum en konum.
Að líkindum er litaskynjun næmari með
konum en körlum, en karlar eru tilfinninga-
næmari bæði á hljóð og ýms ljósfyrirbrigði.
I stuttu máli eru konur næmari fyrir
skynjun er vekur geðbreytingar, en karlar
næmari fyrir því er verkar á skilning og
dómgreind. Karlar greina betur mun
þyngda og fjarlægða. Konur hafa minni
samanburðargáfu og er hættara við mis-
tökum. Karlmenn taka betur eftir ýmsum
hreyfingum og eru viðbragðsskjótari en
konur.
Hvað minni snertir, binda konur það
meira við skynjun, en karlar flokka betur
og binda nýtt við það er fyrir er. Karl-
maðurinn man betur og hagar sér meira
eftir augnabliks ástandi. Konur eru fátæk-
ari að hugmyndum, endurtaka sama svar,
eða sömu setningu oftar en karlmenn og
binda sig meira við yfirborð hlutanna en
þeir gera. Drengir virðast hafa meira að
segja um hluti, en stúlkur meira um per-
sónur«.
Vera má að báðir þessir sálarfræðingar
hafi rétt fyrir sér; annar mælir amerísk
börn, hinn mælir þýsk. I Ameríku hefir
drengjum og stúlkum alls ekki verið mis-
munað a. m. k. að 12 ára aldri. Leikir,
störf og nám hið sama. I Þýskalandi hefir
mjög snemma verið farið að búa drengi
undir framtíðarstörfin. Má vera að ólíkt
uppeldi, ólíkur hugsunarháttur og ólík störf
þessara tveggja landa hafi valdið nokkru
um ólíkar niðurstöður þessara sálarfræð-
inga. S. A.
Island.
i.
7'öfraland með tindafjöll,
tún og græna hjalla,
berjalautir, blómahöll,
björg og klettastalla. —