Skinfaxi - 15.07.1923, Blaðsíða 6
46
SKINFAXI
hina fornu, afkomendur þeirra, er sýna
það, að mörlandinn var ekki metnaðarlaus
og lét ekki bjóða sér alt, þegar því var
að skifta. Mér dettur í hug í þessu sam-
bandi saga ein af Islendingi og þjóðhöfð-
ingja, Haraldi konungi Sigurðssyni og Hall-
dóri Snorrasyni. Halldór var hirðmaður
konungs, virtur vel og mikilhæfur um alla
hluti, stirðmáll nokkuð og gat verið óvæg-
inn og þykkjuþungur, ef á hluta hans var
gert, og gilti þá einu hvort í hlut átti þý eða
þjóðhöfðingi. Sagan gerðist í Norvegi að
jólum og höfðu víti verið uppsögð. En
eitt sinn var breytt hringingum og hringt
miklu fyr en venja var. Varð Halldór af
þeim sökum víttur og skyldi henn leggj-
ast í hálm og drekka vítin sem aðrir.
Hann gerði það eigi, hélst við í rúmi sínu
og drakk hvergi. Þetta var sagt konungi.
Lést hann eigi trúa, en tók þó vítishornið
og gekk til Halldórs og bað hann drekka,
Haldór sagðist eigi víttur, þótt hann setti
brögð til og breytti hringingum til þess að
gera mönnum víti. »Þó munt þú drekka
vítið sem aðrir«, sagði konungur. Vera má
það, að þú komir því til leiðar með brögðum
þínum, konungur, en eigi myndi Sigurður
sýrr nauðga Snorra goða um slíka hluti,
ef hann vildi eigi«, sagði Halldór, tók
hornið og drakk af, en konungur reiddist
mjög. En er kom áttundi dagur jóla var
mönnum máli gefinn. Það var kallað Har-
aldsslátta, blandinn málmur og meiri hluti
kopar. Halldór tók málann og hafði í
möttulskauti sínu, leit á og sýndist eigi
skírt málasilfrið. Laust hann þá undir
hendi sinni og féll féð í hálm niður.
Fleiri eru til sagnirnar um þessa menn,
en svo lauk að Islendingurinn sigldi frá
þjóðhöfðingjanum, heim til ættjarðarinnar
í fullri virðingu með fullan iilut fyrir full-
um seglum. Svona var það nú í þá daga.
Þá dugði ekki að bjóða Islendingum alt,
þótt í fjarlægu landi væri og undir yfir-
ráðum þjóðhöfðingja. Og þeir hafa oft sýnt
ættarmótið til þessara manna. Hér í landi
hafa á undanförnum árum verið bannlög
á áfengum drykkjum. Hefir mörgum þótt
þau kúgunarlög hin mestu, enda hafa þau
verið brotin mjög, illu heilli, og er ílt,
er menn halda eigi í hófi metnaði sínum,
þegar í hlut á löggjöf þeirra eigin þjóðar.
Islendingar hafa drýgt þá fúlmensku að
drekka vínið, af því að þeir vildu eigi
kúgast láta, og borið það fyrir sig, að
minsta kosti sér til hugarhægðar. Nú er
verið að upphefja lög þessi að nokkru, og
víni er aftur hleypt inn í landið. En það
er með einkennilegum hætti. Stærri þjóð
neytir orku sinnar og býður minni þjóð
byrginn, og teflir með því í tvíhættu öðr-
um aðalatvinnuvegi hennar. Vissulega hafa
Spánverjar kúgað Islendinga til þess að
upphefja bannlög sín. En alþingi Islendinga
verður naumast vítt fyrir það, þótt það
yrði að ganga að afarkostunum, eins og
í garðinn var búið. Það geri ég að minsta
kosti ekki. Eg held að það hafi varla get-
að gert annað. En þar með er ekki öll
sagan sögð. Islendingum er ekki gert að
skyldu að drekka vínið. Nú kemur enginn
þjóðhöfðingi með vítishornið og býður að
tæma það, áreiðanlega horfir öðruvísi við
hiá þeim að drekka Spánarvín en önnur
vín. Þau geta þeir aldrei drukkið öðruvísi
en 1 á t a k ú g a s t, og það ekki af þjóð-
höfðingja eða öndvegisþjóð, heldur afþjóð,
hálfviltri, sem getur haft yndi af annari
eins svívirðingu og að etja saman mönn-
um sínum og nautum.
Sjaldan hefir íslendingum eins vel og
nú verið gefið tækifæri til þess að sýna
forna ættarmótið, sýna það, að þeir láta
eigi kúgast, þegar í veði er alþjóðar virð-
'ng °g einstaklings metnaður. Og svei
þeim Islendingi, sem drekkur Spánarvín
þar til hann fellur í hálm niður, þegar hann
hefir gert sér grein fyrir, hverja smán og
niðurlægingu hann gerir sjálfum sér og
þjóð sinni með því. Allra manna nauðug-
astur skal ég trúa því um þá. Nú eiga
þeir allir að svara Spánverjum líkum orðum