Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1923, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.11.1923, Blaðsíða 1
9. BLAÐ REYKJAVÍK, XÓVEMBER 1923. XIV. ÁR Ungt félag. F o r i n g i. Stefán L. Jónsson kenrv- ari er lesenduin Skinfaxa kunnur að |>ví að vera mjög áhugasamur um ung- mennafélagsmál. Næst-liðinn veturgerð- ist hann hvatamaður þess að stofnað var ungmennafélag í Stykkishólmi. Félag þetta er all l'jölment og margt bendir til að það hafi ágæt skilyrði til þess, að taka fljótum og góðum framförum. pað sem mælir fyrst og fremst með bjartri tramtíð og góðu gengi þessa fél- ags er það að Stefán er hvorttveggja í senn, brautryðjandi þcss og kennari þorpsbúa. ]?etta tvent er svo náskylt, að tæpast verða fundin líkari né eðli- legri störf til þess að vera í eins manns höndum. og það ]>vi fremur þegar um þann mann er að ræð,a, sein hefir margt til brunns að bera í þessum efnum fram yfir aðra. Stefán hefir ferðast víða meðal ung- mennafélaga um Snæfellsnes og Dali og flutt fyrirlestra fyrir þau. Hefir liann þar fengið tækifæri til að kynnast stefnu og starfsháttum þeirra íelaga, sem eru í grend við hann. Auk þess hefir Stef- án um langl skeið gert sér far um að fræðast sem best um það sem gerst hef- ir meðal ýmsra ungmennafélaga víða um land. Nú í sumar dvaldi hann er- lendis til þess að kynnast uppeldismál- um nágrannaþjóðanna. pað sem hér hefir verið sagt, nægir til þess að sýna að Stefán hefir flesl það sem þarf til þess að stjórna fyrirmyndarungmenna- félagi. K e n n a r i. Barnakennarar hljóta öllum öðrum fremur að gæta nýgræð- ingsins á andans akri þjóðarinnar. ]?eir þurfa að þekkja og styðja þann efnivið, sem barnið hefir hlotið að vöggugjöf og lilynna að því, af öllum mætti, að honum verði ekki ljóssins vant. Auðsætt er að þolgæði og fórnfýsi verða að vera liöfuðkostir hvers kenn- ara, ef starfið er vel af hendi leyst. það hefir verið sagt að ástin sé einsk- isvirði ef ekkert er fyrm henni haft. All- ir góðir kennarar munu játa, að setning þessi hafi allmiliið sannleiksgildi. það er einkum fyrirhafnarinnar vegna sent flestir kennarar unna nemendum sínum, og sú ást lifir oftast lengur en meðan kensíustundin varir — stundum um langa æfi. pað verður eðlileg, en ef til vill óafvitandi þrá kennarans, að lif,a og starfa sem mest með nemendum sín- um. Hann vill sjá vonir þeirra rætast og spor þeirra stefna í rétta átt. En til þess verður varla betra ráð fundið en að starl'a i ungmennafélagi með nem- endum sínum og nágrönnum þeirra. petta mun Stefán liafa fundið er hann stofnaði ungmennafélagið i Stykkis- hólmi. Hér liefir verið hreyft við hlutverki

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.