Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1923, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.11.1923, Blaðsíða 8
72 SKINFAXI það hafa verið lífnauðsyn. Meðal l'rum- þjóðanna sjáum við íþróttamanninn oft sem einskonar bjargvætt síns ættflokks. íþróttamaðurinn var þvi vegna þessa máttar síns sjálfkjörinn foringi smærri eða stærri heilda, sem lutu honum og lieiðruðu hann. pegar tímar liðu fram, hverfa veiði- mannaflokkarnir, hjarðmannaþjóðirnar koma og síðast taka menn að rækta landið og ala og temja dýrin. Yegna þess- ara breytinga hverfur að mestu leyti hið fyrra hlutverk íþröttanna, en því greinilegar kemur annað hlutverk þeirra i ljós. Eftir að menn taka að rækta land- ið og einstaklingar og þjóðir eignuðu sér ákveðin og afmörkuð landssvæði, verða iþróttirnar lifsskilyrði fyrir þjóð- irn,ar i landvarnarbaráttunni og traust- asta vonpið til auðs og valda. Einna greinilegast kemur þetta fram lijá forn- Grikkjum. par Iiafa íþróttirnar verið í meiri blóma en hjá nokkurri annari þjóð. En hvers vegn,a? pað var ekki fyrir lilviljun, heldur fyrir þörf, þjóð- fclagsþörf. Gríska þjóðin átti í sifeldum blóðugum deilum við nágrannaþjóðir sinar. Uppeldismál Grikkja sýna að þjóðin skildi það vel að tilvera og tím- anleg velferð hennar bygðist á því að hún ætti heilbrigða og frækna íþrótta- menn. pegar menn athuga þetta, skilst stórum þetur öll sú mikla hylli og jafn vel tilbeiðsla á íþróttamönnum og sér í lagi sigurvegurum þar i landi. pað er i sjálfu sér ekki líkamsmátturinn og fræknleikinn, sem þjöðin svo sam- huga heiðrar og jafn vel tilbiður, heldur hefir hún sigurvegarann í háveg- um aðallega vegna ]>ess að hún finnur i þessum einstaklingum verndara og góðgerðarmenn heildarinnar. Vegsauki grisku íþróltamannanna sýnist því aðal- lega hafa bygst á því að þjóðin fann og skildi að fræknleiki þessara manna var lífsskilyrði hennar. íþróttastarfsemin gríska var því ekki eingöngu verðlauna- starfsemi, heldur starf i þágu þjóðar- innar, starf að hærra marki. petta gaf íþróttastarfseminni grísku lífsmagn og. ódauðlega frægð. Af þessu stulta yfirliti virðist mega sjá að íþróttirnar verða fyrst til fyrir nauðsyn á sjálfsbjargarviðleitni ein- staklinganna. Og þegar sú nauðsyn hverfur eða breytist hætta íþróttirnar ekki ,að vera til, heldur breytast að meira eða minna leyti og taka upp breytt og nýtt hlutverk, sem stendur lengi í nánu sambandi við helstu lífsnauðsynjamál einstaklinga, kynflokka og síðast þjóð- heilda. (Framh.). Þingvallaskólinn. Allir ungmennafélagar þurfa að lesa bók Eiríks Albertssonar: „Kirkjan og skólarnir“. Kver þetta á erindi til allra íslendinga, en þó fyrst og fremst lil æsk- unnar, því að liér er um framtíðarstór- mál að ræða. Eiríkur ritar um þjóðskóla á pingvöll- um. Sú hugmynd er upphaflega runnin frá ungmennafélögum, en hér er hún skýrð og ofnir í hana nýir þættir. Bent er á erlendar fyrirmyndar (Sigtúna- stofnunina) og bornar fram tillögur um það, hvernig eigi að framkvæma þetta mál. Höf. þráir félagsstarf allra manna og allra stétta meðal þjóðar sinnar, og er sannfærður um, að allar sannar fram- farir liljóti að byggjast á kristilegum grundvelli. pess vegna á pingvallaskól- inn að vera kirkjuleg stofnun. petta gef- ur bókinni ómetanlegt gildi. pess vegna hlýtur hún að verða öllum kærkomin, hvernig sem þeir annars kunna að líta á tillögur hennar um skólamál. l-’JELAGSPRENTSMIDJAN

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.