Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1923, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.11.1923, Blaðsíða 4
68 S KIN F A X I SKINFAXI Útgefandi: Samb. Ungmennafél. íslands 12 blöf5 á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritsjórn, afgreiðsla og innheimta: Skin ■ faxi Reykjavík Pósthólf 516. tinffi ómenskunnar og fláræði samtíðar- innar, cn fær líka oft að reyna að „skamma stund verður hönd höggi feg- in“. en frægð hetjunnar verður framtíð- inni arfur. pjóðtrúin bendir á Grettis- tök. Margir reyna að keppa við sund- frækni Grettis, er hann svannn viku sjávar, og svör kappans lifa á vörum þjóðarinnar um allar aldir, fá orð, köld og karlmannleg, en þrungin af speki. pó verður enn hugljúfara að minnast Illuga. par var hreystin og göfgin, harð - fengið og glæsimenksan, ofurhuginn, sem hlær við dauðanum og kann ekki að hræðast. Hvergi á hreinlyndið og drengskapur- inn skygðari skjöld en hjá honum. Ör- læti hans fórnar öllu til þess að geta fylgt einmana bróðurnum. Og hann á- skilur scr engin laun, en liðnar aldir hafa sæmt hann virðingar-kr,ansi. Minn- ing Illuga cr björt eins og nýrunnin sól á heiðum vormorgni. G. B. Tóvinna- Mörgum finst að nú sé komið í óvænt efni með ullariðn,að hér á landi. prá- sinnis hefir verið á það bent að hann hafi staðið með meiri blóma fyr á tíð. pá hafi hvert heimili unnið að mestu eða öllu leyti það sem þurfti lil klæðn- aðar og auk þess selt mikið af ullariðn- aði. En nú kaupa íslendingar klæðavör- ur fyrir mörg hundruð þús. kr. petla virðist ærið öfug aðferð, einkum þeg- ar þess er gætt að nú er mikið atvinnu- leysi meðal þjóðarinnar og fjárhagur- inn á heljarþröm. Hvað veldur þessu öf- ugstreymi. Áreiðanlega hugsunarvilla og ónytj ungsháttur. pað er ekki hægt að ætlast til þess að hvert heimili vinni ull sina með seinvirkum og óhentugum verkfæmm, svo sem gert var fyrir 50 —60 árum. Til þess er vinnuaflið orðið of dýrt og' kröfurnar breyttar. En það er um fleira að velja en prjónana og' spunasnæhluna, sem notuð var af afa og ömmu. Mörg handverkfæri hafa verið smíð- uð á síðari árum, sem eru stórum hrað- virlcari en þau er fvr þektust, og eru hvorki stærri né dýrari cn það að hvert meðalheimili getur keypt þau og not- að. Ennfremur mætti benda á það að klæðaverksmiðjan Gefjun við Akureyri hefir skilað góðum rentum af þeim pen- ingum, sem varið hefir verið til hennar. petta sýnir að það er meir en óþarfi að örvænta um að islenskur ullariðn- aður geti þrifist. En honum er þörf á félagsvinnu og samtökum, svo sem raun- ar öllum atvinnuvegum hér á landi. Ýmsir framfaramenn hafa fundið þetta, þess vegna hafa þeir stutt ullariðnað- inn með ráðum og dáð, keypt spuna- vélar og prjónavélar til heimanotkun- ar og varið fé sinu til þcss að styðja að því að koma tóvinnuverksmiðjum á fót. En betur má, ef duga skal. Tóvinn- an þarf að verða arðvænlegri, almenn- ari og betur af hendi leyst en nú gerist. Hér þurfa ungmennafélögin að eiga hlut að máli. peim þarf að skiljast að það er eitt af lífsskilyrðum þjóðarinn- ar að hún noti ull sina betur en nú er gert. pess vegna þarf að hakla heimil- isiðnaðarnámsskeið innan allra ung- mennafélagssambanda, helst á liverj- um vetri. Kensluna og verkefnin þarf fyrst og fremst að miða við þörfina og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.