Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1924, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1924, Blaðsíða 6
30 SKINFAXI 1. pingið ákveður að fresta byggingu sundlaugarinnar til næsta árs, en felur stjórn S. U. A. H. að panta cement og annað efni, sem þarf til þess að fullgera laugina, svo snemma, að hægt sé að flytja það á staðinn að vetri á ísum. Bygging- in fari svo fram vorið 1925. 2. Ennfremur ákveður þingið að fela stjórn S. U. A. H. að senda erindi til sýslunefndar A.-Húnavatnssýslu þess efnis, að sýslunefndin taki á sig ábyrgð á láni til sundlaugar- byggingarinnar, alt að kr. 1000,00 og borgi vexti af þeim hluta, er hún fyr hefir lofað til byggingarinnar, þar til sýslusjóður hefir að fullu greitt hann. 3. þ*ingið álítur laugina að Reykjum, eins og hún er nú, ekki hæfa til sundkenslu og felur þvi stjórn S. U. A. H. að athuga, hvort ekki sé ger- legt að hreinsa óhreinindin úr henni og reynist hún á eftir nokkurn veg- in vatnsheld, að hafa framkvæmd í þvi að þar verði kent sund á næsta vori. Ennfremur að sækja um styrk til þess af sýslusjóði A.-Húnavatns- sýslu, alt að kr. 100,00. Fyrsti liður tillögunnar var feldur með 7 atkv. gegn 2, en í hans stað sam- þykt svohljóðandi: pingið ákveður að fela stjórn S. U. A. H. að láta fullgera sundlaug- ina á Reykjum á næsta vori, svo framarlega, sem hún telur það fram- kvæmanlegt. Till. samþ. með öllum greiddum at- lcvæðum. Hinir liðirnir samþ. með sam- hljóða atkvæðum. Ennfremur voru í þessu máli samþyktar svohljóðandi til- lögur: a) pingið heimilar stjórninni að verja fé af sjóði S. U. A. H. til sundkenslu á næsta vori, ef svo ólíklega fer, að eng- inn opinber styrkur fáist til hennar, og fari svo, þá hækki sundnemagjaldið í kr. 5,00, en annars sé það kr. 2,00. h) þingið felur stjórninni að gera ítarlega tilraun til að innheimta sund- nemagjöld frá þeim mönnum, sem sótt höfðu um sundnámið vorið 1923, en sem ekki komu þó til námsins, en jafnframt séu þeir hinir sömu undanþegnir gjald- inu, ef þeir sækja námið siðar. 9. Garðrækt. Framsögumaður: Sig- urgeir Björnsson. Svohljóðandi samþ.: 1. J a r ð e p 1 a o g r ó f n a r æ k t. þdngið skorar á öll ungmennafélög, sem í héraðssamhandinu eru, að hlutast til um að sem allra flestir á félagssvæðinu komi upp hjá sér matjurtagörðum, þar sem þeir eru ekki til. 2. T r j á- o g b 1 ó m a r æ k t. a) pingið skorar á fulltrúana, að gangast fyrir þvi, hver í sínu félagi, á fyrsta fundi eftir að þeir koma heim, að hvert ungmennafélag og sem flestir húsráð- endur á félagssvæðinu, útvegi sér á næsta vori, nokkrar auðræktuðustu hlóm og trjáplöntur, o'g skal stjórn S. U. A. H. skylt að láta þeim þá hjálp i té, sem hún getur í þessu efni. — b) Enn- fremur skal athygli manna vakin á að safna i garðinn ísl. hagablómum, sem vaxa hér og þar til stórrar prýði. 10. Fyrirlestramál. Framsögumaður: Bj. Gestsson. Svohljóðandi tillaga sam- þykt i einu hljóði: Jafnframt og héraðsþing S. U. A. H. lýsir ánægju sinni yfir fyrirlestrastarf- semi á vegum sambandsins síðastliðinn velur, þá samþykkir það að fela stjórn S. U. A. H. að útvega mann til að ferð- ast um milli félaganna fyrri hluta næsta velrar og halda fyrirlestra, og heimilar henni fé til þess úr sambandssjóði. 11. Landssamband U. M. F. í. Fram-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.