Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1924, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.1924, Blaðsíða 8
32 SKINFAXÍ pegar leið á vikuna, kom það í ljós, að einn óboðinn gestur, miður vel kynt- ur, liafði leynst á meðal okkar. Inflú- ensan var komin á leikvöllinn og bauð mönnum að þreyta fang við sig, reynd- ust flestir þéttir á velli og vann hún litt á, þó varð ýmsum leitt af leik þeim. Ólafur ísleifsson var ekki heima þessa viku, enda áræddi inflúensan að leita i hibýli hans, þegar hann var ekki við. Eins og gefur að skilja dró þetta all- mikið úr starfseminni, þó var unnið að æfingum alla vikuna. það ætti síst við, að eg' sjálfur færi að dæma um þctta námskeið, ef til vill yrði eg þá of ldutdrægur. En þess skal getið, að þetta er þriðja íþrótlanám- skeiðið, sem hér hefir verið, er eg hefi starfað að, og aldrei hefir hér verið jafn vel glímt. Hér var um breytingu að ræða, — meiri lipurð og skjótleik en venjulegt er. Nemendurnir voru á aldrinum 13—24 ára. — Námskeið, sem þessi, eiga að bjóða drengjum á öllum aldri til sín. pví að eins lifir glíinan og allar íþrótt- ir, að ungu drengirnir leiki sér að þeim. pað á að brýna þá til þess, það er skylda foreldranna. pau eiga að gleðja sig yfir því, að sjá vöðva barnsins síns þrosk- ast af áreynslunni, og að það sé létt og hvatlegt, en vafri ekki sem aligæs. Að endingu þakka eg nemendum fyr- ir prúða og drengilega framkomu þenn- an tíma, sem við dvöldum saman. pað gefur góðar endurminningar. Einnig ber að þakka góða aðbúð og umhyggju er okkur var sýnd að pjórsártúni þessa viku. Hittumst heilir á næsta leikmóti við þjórsá! S. Greipsson. Landnám- Nýlega liefir verið stofnað félag liér í Reykjavík, sem heitir „Landnám“. Stofnendur félagsins eru: Sig. Sigurðs- son, búnaðarmálastjóri, Jón porbergs- son, bóndi á Bessastöðum og Pétur Hall- dórsson, bóksali. Skipa þeir bráða- birgðastjórn félagsins, ásamt Jóni Ólafssyni, framlcvæmdastjóra, og írit- stjóra þessa blaðs. Tilgangur félagsins er að vinna að stofnun og stuðningi nýbýla. Um inörg undanfarin ár liefir hinn stöðugt vax- andi fólksstraumur úr sveitunum, til kaupstaða og sjávarþorpa, verið öllum liugsandi mönnum hið mesta áhyggju- efni. Flestum ætti að vera það ljóst, að þetta öfugstreymi á mikinn þátt í at- vinnuleysinu, sem nú þrengir að þjóð- inni, og á líka sök á því, að ógrynni af ræklanlegu landi liggur ónotað um allar sveitir Iandsins. Hefir þetta gengið svo langt, að á sumum höfuðbólum eru nú kotungs bú. Ef svo heldur áfram, sem nú horfir, hlýtur það að stefna að tvennu: landauðn og örbirgð. „Land- nám“ vill koma í veg fyrir að svO' verði. pað vill af fremsta megni vinna að því, að útvega fátækum frumbýlingum ó- dýrt land, bagkvæm lán og góðar leið- beiningar um byggingar, jarðrækt o. fl., sem framtíð nýbýlanna byggist á. Flest- ir munu sjá, að „Landnám“ hefir mikið og nauðsynlegt verkefni að vinna. Mætti því ætla, að margir dugandi menn yrðu til að styðja starl'semi þess. Jarðræktin liefir lengi verið eitt af helstu áhuga- málum ungmennafélaganna. pau munu því telja sér skylt að styðja að stofnun nýbýla. Vonandi hefir Skinfaxi síðar tækifæri til að fræða lesendur sína nán- ar um starfsemi liins nýstofnaða félags. FJELAGSPRENTSMIÐJAN

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.