Skinfaxi - 01.06.1924, Side 4
44
SKINFAXI
SKINFAXI
tJtgefandi: Saml>. Vngmennafél. íslands
12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi
fyrir 1. júlí.
Ritsjórn, afgreiðsla og innheimta: Skin •
faxi Reykjavík Pósthólf 516.
5. íþróttamál. pingið felur héraðs-
stjórn, að ráða liæfan mann til að vinna
að íþróttum héraðssambandsins á næsta
ári, og lieimilar að verja lil þess alt að
100 krónum.
Störf hans séu: — Að ferðast á milli
félaganna á héraðssvæðinu og flytja
minst einn fyrirlestur um íþróttir hjá
liverju félagi. — Að reyna að blása lífi
í íþróttimar, og gefa ráð um, hvernig
þær verði ræktar svo að gagni megi
koma, og hvaða íþrótt hvert félag skuli
helst lcggja stund á. — Að dvelja 2—3
daga hjá hverju félagi ef þau óska þess,
og leiðheina við iþróttir. — Að skrifa
leiðbeinandi greinar um íþróttir í hér-
aðsblaðið. — Að vera ráðunautur hér-
aðsstjórnarinnar um alt sem að íþrótta-
málum lýtur.
Félögin séu skyld til að flytja íþrótta-
kennarann hvort til annars á fyrirlestra-
ferðum hans og sjá honum fyrir ókeyp-
is fæði á meðan hann dvelur hjá þeim
í íþróttaerindum.
6. Skógræktarmák pingið skorar á
væntanlega héraðsstjórn, að hlutast til
um, að hæfur maður ferðist á milli fé-
laganna að sumrinu, og leiðbeini hann
við skógræktina. Einnig að félögin geti
átt kost á plöntum til gróðursetningar
fyrir sem minst verð, líkt og að undan-
förnu.
Héraðsþingið skorar á Sambandsþing
U. M. F. í. að beita sér fyrir, að skógar-
leifarnar í Leyningshólum í Eyjafirði
verði friðaðar hið allra fyrsta.
Héraðsþingið lítur svo á, að það hafi
mikla þýðingu fyrir skógræktarmálið,
ef ungmcnnafélögin tækju upp skóg-
ræktardag, en telur hins vegar málið
ekki enn nægilega undirbúið til þess að
félögunum sé gert það að skyldu, en
væntir þess, að Sambandsþing U. M. F.
í. taki málið til athugunar, og geri ráð-
stafanir til, að um það verði ritað í
„Skinfaxa“ til hvatninga og leiðbein-
inga.
7. Héraðsblaðið. pingið lætur í ljósi
ánægju sína yfir héraðsblaðinu „Röð-
ull“, og væntir þess, að það haldi áfram
að koma út. Skal væntanlegur kostnað-
ur við það, svo og tekjur af þvi vera
fyrir reikning héraðssjóðs.
8. Heimilisiðnaðarmál. pingið skor-
ar á félögin að rækja lieimilisiðnað efí-
ir föngum, með fjárstyrk íil einstakra
manna innan félagsins, eða opinberum
námskeiðum í einhverri iðnaðargrein.
pingið samþykkir að hvert félag inn-
an sambandsins skuli framvegis reyna
að fá sem flesta eða helst alla meðlimi
sína til að gera einhvern hlut. Siðan
lialda félögin sýningar heima lijá sér,
og senda síðan, annaðhvort úrval muna
þeirra sem gerðir hafa verið, cða þá alla
á sameiginlega sýningu Héraðssamb.
U. M. F. E., sem haldin skal að vorinu
ár hvert, t. d. i sambandi við hátíða-
hald 17. júni. -— Veila skal alt að 25 kr.
úr héraðssjóði til verðlaunaviðurkenn-
ingar, cr sé skrautritað skjal, og það fé-
lag, scm fram úr skarar, fær það, og
skal meira taka til greina hvað munirn-
ir eru vel gerðir en fjölda þeirra. Hér-
aðsstjórnin skal lilutast til um að útvega
hæfa dómnefnd, t. d. frá „Heimilisiðn-
aðarfél. Norðurlands.“ Skal sú nefnd
dæma um hlutina, og ákveða hvert fé-
lagið eigi vcrðlaunin. Skýrsla þeirrar
nefndar skal siðar birt í héraðsblaðinu.
9. Alþýðuskólamál. - Héraðsþingið
samþykkir að hafin skuli fjársöfnun til
fyrirhugaðs alþýðuskóla í Eyjafjarðar-