Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1924, Page 7

Skinfaxi - 01.06.1924, Page 7
SKINFAXI 47 með ráðum og dáð. Oflast er skemt með hljóðfæraslætti, söng, upplestri, skuggamyndum o. fl. Jafnan er haldinn einn umræðufund- ur í mánuði liverjum, fyrir alla nem- endur skólans. Eru þá rædd ýms mál- efni 'Og oft af miklum áhuga. Oft leika þeir á slaghörpu, er best kunna, og syngja þá jafnframt ein- söngvarar eða söngflokkar. Á sunnudögum, þegar veður er gott vill til að nemendur koma sér saman um gönguferð til einhvers fagurs stað- ar, t. d. til Skibelund cða Estrups-skóg- ar. Mætast þá allir á ákveðnum tíma framan við aðalbyggingu skólans og hefja þar göngu sína. Er gengið að heiman og heim mcð söng, en á áfanga- staðnum eru leikar háðir. Er þetta mik- il hressing, bæði fyrir líkama og' sál. Einu sinni eða tvisvar í mánuði gefst öllum nemendum skólans kostur á að mætast í leikfimissal skólans, eftir kveldverð. Skemtanir eru þar engar um hönd hafðar, en fólk ræðist við eftir geðþótta. J?egar nokkuð er liðið á kvöld- ið er kaffi fram borið og er þess neytt standandi. Að lokum er kvöldsálmur sunginn, og fer svo hver heim til sín. Samfund- um þessum er mjög fagnað af nemend- um, þó ókunnugum virðist þeir ef til vill fátæklegir. Á skólamáli kallast þeir „Rlem“. ]?að er siður í Askov, að kennarar skólans bjóða öllum nemendum heim til sín tvisvar eða þrisvar á vetri. pessu er þannig fyrir komið, að myndaðir eru ferhyrningar á stóra pappirsörk. Efst í hverjum ferhyrning stendur nafn eins kennara og tala aftan við er sýn- ir, hve mörgum kennarinn getur veitt móttöku. peir sem vilja heimsækja þennan kennara, skrifa þá nöfn sín neðan við nafn lians, þar til hin ákveðna tala er fylt. Áskriftirnar fara fram und- ir stjórn tveggja kennara og eftir ákveðnum reglum. Heimsóknir þessar eru hinar skemtilegustu. Oftast er skemt með leikjum innan liúss o. fl. Einn kennari skólans hefir liaft þann sið nú í nokkur ár, að hafa „opið hús“ sem kallað er. pað er: liann leyfir þeim nemendum, sem hafa löngun til þess að lieimsækja sig á hverju þriðjudags- kveldi. Eru þar nokkrir samræðufund- ir frá 8V2—11. pcir fara þannig fram, að einhver nemenda spyr um eitt eða annað, sem hann eða helst fleiri hafa löngun til að kynnast. Kennarinn tekur svo þetta til umræðu, svarar fyrst þeim beinu spurningum, sem fyrir hann voru lagðar og skýrir svo málið frá sem flest- um hliðum. Málefni þessi geta verið mjög marg- visleg, t. d. um trúfræði, sálarfræði, mentamál o. fl. Er þetta ekki að eins skemtandi, lieldur engu síður mjög fræðandi og gagnlegt. parna koma stöðugt frá 60—80 manns og vanalega Iiinir sömu, þeir er hafa dýpsta löng- un til að heyra meira og skilja fleira. Eg hygg, að einmitt á þessum kvöld- um liafi tendrast sá arineldur í ýmsra hjörtum, sem aldrei deyr. Danir eru eðlilega hreyknir af þvi, að Danmörk er móðurland lýðháskólanna, og að engin þjóð á jafn góða lýðháskóla og' þeir. peir hlynna einnig vel að þeim og þó einkum að Askov, sem er höfuð og hjarta danskra lýðháskóla. Eg hefi nú leitast við að gefa rétta og sanna lýsingu á Askov-lýðháskóla, til þess að þeir, sem kynnu að hafa löngun tii að kynnast honum eða lýð- háskólum yfirleitt, gætu fengið nokkra hugmynd um hvert markmið þeirra er og hvernig störfum þeirra er háttað. Vegna rúmleysis í blaðinu hefi eg orðið að fara fljótt yfir sögu og að eins drepið á helstu atriðin. Jón Sigtryggsson (frá Framnesi).

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.