Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1924, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.07.1924, Blaðsíða 2
50 SKINFAXI siðir valda því, að nú er minna um fjallgöngur og langferðir á landi, en var fyr á tíð. pessi bæltu skilyrði eru að sjálfsögðu gott og þýðingarmikið spor. En það er liætt við að aukin þægindi dragi úr þróttinum og þolgæðinu, sem íslensk náttúra hlýtur alt af að krefj- ast af þjóðinni. Hvernig á að varast hættuna? Fyrst ber að athuga innlenda reynslu, minn- ast vermannaflokkanna og grasaferð- anna fornu. Hvorttveggja liefir stutt hreysti og heilbrigði Islendinga um langt skeið. ]?að þarf því að endurfæðast í breyttri mynd. Má þá fara að dæmi erlendra þjóða. Meir en hálf öld er síðan Norðmenn tóku að hagnýta sér fegurð og heilnæmi fjalllendisins. pá var stofnað félag i Kristjaníu, sem nefndist „Den norske Turistforening“. Félag þetta hefir dafn- að sem fífill í túni og nær nú yfir allan Noreg. pað hefir látið reisa gistilhus og ferðamannaskýli á fögrum stöðum, viðsvegar á hálendinu. pangað sækir ferðafólk frá ýmsum löndum Evrópu og Ameríku og jafnvel austan úr Asíu. Meðal þessa fólks eru rithöfundar, skáld og listamenn, sem eru löngu orðn- ir þreyttir á stórborgamenningunni. En í fjallanáttúrunni safna þeir nýjum ííkainskröftum og sálargöfgi. þ>ar finna þeir dýrustu perlurnar, sem síðar glitra í listaverkum mannsandans, og lýsa samtíð og og framtíð. Skrifstofuþjónar, verslunarfólk og jafnvel bændurnir norsku taka staf sinn og mal og hraða för sinni lil þessarar jarðnesku Paradis- ar, sem háfjöllin geyma. Margar ágætar bækur hafa verið skrifaðar um þctta ferðamannalíf. Fylgja þeim myndir og teikningar, sem skýra frásögnina. Islendingar þyrftu að stofna félag, sem starfaði á líkan hátt og Ferða- mannafélagið norska. Félag þetta ætti að gefa út rit um fagra og merka sögu- staði hér á landi og skýra þar itarlega frá, hvernig best myndi að ferðast um fjöll og sveitir milli þessara staða. Nauðsynlegt væri að þýða rit þetta á ensku, þýsku og norsku, og ef til vill fleiri mál. Félagið þyrfti ennfremur að vinna að því að mentaðir og áhugasamir tslend- ingar flyttu fyrirlestra, bæði utan lands og innan, um ferðamensku hér á landi. Mætti þar margs minnast, sem snerti íslenska náttúru og íslenskt þjóðlíf. Slík fræðslustarfsemi, bæði í ræðum og ritum, mundi hvetja útlendinga til að heimsækja okkur og gefa erlendum þjóðum Ijósari hugmyndir um margt af því besta og fegursta, sem þjóðin á. Allar leiðbeiningar félagsins yrðu að miðast við það, sem ferðamönnum mundi hollast og hugnæmast að athuga. Oft hefir verið bent á það, að bænd- ur og búaliðar mundu græða á því, ef erlendir ferðamenn tækju að venja kom- ur sínar liingað. petta mun sannmæli. En fjallaferðir gela haft mildu meiri og víðtækari þýðingu. pær eiga að eggja islenska vorhugi, þreklyndi og bug- dirfð. J?að var forn þjóðtrú, að óskasteinar fyndust á háfjöllum um Jónsmessuleyt- ið. Eggert Ólafsson, Jónas Hallgríms- son, porvaldur Thoroddsen og ýmsir íleiri al'burðamenn hafa gengið á fjöll- in og fundið óskasteina. peir hafa ósk- að þess af heilum hug, að íslands börn yrðu að mönnum, og óskirnar hófu marga þætli þjóðlífsins upp i æðra veldi. pjóðin öll þarf að kappkosta að ganga i spor sinna bestu manna, leita að óska- steinunum og finna þá. pað er skömm og aftur skömm, hve fáir þekkja tign þá, er á tindunum býr, og gera sér lítið far urn að lifa í sam- ræmi við hana. pangað eiga Islending-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.