Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1924, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.07.1924, Blaðsíða 5
SKINFAXI 53 kaupa jafnmörg eintök af ritinu og fé- lagsmenn eru margir. Breyting þessi var gerð til þess að fræða þjóðina svo ítarlega sem auðið er um ungmennafé- lagsstarfsemi og útbreiða félagsskapinn sem víðast, og með þessum hætti verð- ur „Skinfaxi“ svo ódýr, að engum er ofvaxið að kaupa hann. 12. pingið taldi æskilegt, að ung- mennafélagar ynnu að söfnun örnefna og leituðu aðstoðar Fornleifafélagsins um það mál. 13. Vilhjálmur pór flutti nefndarálit fjárhagsnefndar. Fylgdi því fjárhags- áætlun fyrir Sambandið um næstu þrjú ár. Langar mnræður urðu um fjármál- in og lauk þeim með því, að tillögur nefndarinnar voru samþyktar breyt- ingalaust. 14. Rætt var um, að nauðsyn bæri til að safna öllum þeim gögnum, sem hægt yrði að fá um ungmennafélags- starfsemi hér á landi, og vinna að því, að gefið yrði út minningarrit, þá er elstu félögin eru 25 ára. Liklegt þótti, að rit þetta nnindi hafa nokkra þýðingu fyrir menningarsögu þjóðarinnar og verða ungmennafélögum að góðu liði. 15. Forseti talaði um siðbótarmál, einkum bindindi. Lagði hann fram eft- irfarandi tillögu, sem var samþykt: Sambandsþing U. M. F. í. lítur svo á, að nú um tíma sé afturför lijá islensku þjóðinni i bann- og bindindis-málum, einkum vegna Spánarvinsins. Telur þingið þetta þjóðarógæfu og heitir á Iivern ungmennafclaga að duga sem best til varnar og viðreisnar. 16. Kosnir voru í Sambandsstjórn U. M. F. I.: Sambandsstjói’i Kristján Karlsson bankaritari á Akureyri. Ritari Guðmundur frá Mosdal, kennari á Isa- firði. Féhirðir Sigurður Greipsson glímumaður. Varastjórn: Forseti porsteinn por- steinsson, Akureyri. Ritari Björn Guð- mundsson frá Núpi. Féhirðir Sigurjón Sigurðsson frá Kálfholti. 17. Forseti mælti nokkur vel valin kveðjuorð til norsku ungmennafélag- anna, scm sátu á þinginu. Bredsvold ritstjóri svaraði og þakkaði fyrir hönd Norðmannanna. Að þvi búnu flutti forseti skilnaðar- ræðu og sagði þinginu slitið. Molar af félagssíarfi. pað er nú á seinni tímum fátítt, og því nær úrelt með öllu, að „Skinfaxi“ flytji kafla um félagsstarfsemi eða ein- stök félög, og er það ver farið. — En að vísu mun bæði mér og fleirum bafa fundist til þess nokkrar ástæður, og skal þó elcki frckar á það minst hér. Tilætlun mín, að þessu sinni, er þó hvorki að semja fréttir né frásagnir af félagsskapnum hér vestra — olckar eig- in féJagi né öðrum. Langar mig að eins til að geta eins atriðis af félagsstarf- semi, sem fleiri ungmennafélögum gæti verið vert að heyra. U. M. F. Árvakur á ísafirði hefir mcðal annarar félagsstarfsemi (svo scm iþróttaæfinga, fimleika'kenslu o. fl. innan félags), lialdið uppi kvöldskóla hcr í bæ, yfir fimm mánaða tíma í vet- ur. Byrjaði skólinn með nóvembermán- uði og endaði í lolc marsmánaðar. Kendar voru þessar 6 námsgreinar: íslenska, reikningur, dráttlist, enska, danska og listsaumur (og var saumur- inn sérstaldega fyrir félagsstúlkur). Kennarar voru allir félagar, með þvi að einn þeirra, sem var utanfélags í byrj- un, gckk i félagið á skólatímanum, enda gamall ungmennafélagi úr öðru félagi. Nemendur voru 50 að tölu, er flest var, en margir fóru eftir fjóra mánuði (í febrúarlok), af því að í skólanum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.