Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1924, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.07.1924, Blaðsíða 1
7. BLAB REYKJAVÍK, JÚLÍ 1924. XV. ÁR Upp til fjalla. Nær 200 ár eru liðin, siðan Rousseau neitaði því, að lærdómur og listir bættu heilbrigði og siðgæði þjóðarinnar. Hinn mikli rithöfundur og uppeldisfræðing- ur dæmdi vægðarlaust hina lærðu menning sinnar aldar. Hann krafðist þess, að kynslóðirnar hyrfu aftur til hins raunsanna lífs og lifðu i samræmi við landið og staðhættina, sem fæddi þær og fóstraði, gerðust náttúrubörn, sem mettu frelsið og hreystina fram- ar öllu öðru. Kenningar Rousseau vöktu ógurlegt öldurót meðal flestra menningarþjóða. pær plægðu grýtt og gróin lönd mið- aldamenningarinnar. pær vildu steypa af stóli allri hégómadýrð, en kröfðust meiri manndóms og heilbrigði. pjóðirnar urðu að færa dýrar fórnir, áður en þær lærðu að meta þessar kenn- ingar, og eflaust á heimurinn margt ónumið enn af uppeldisfræði Rousseau. pó hefir hún farið sigurför um heim- inn og markað djúp spor i menningar- sögu þjóðanna. Síðan á dögum Rousseau hafa fjöl- margir uppeldisfræðingar og aðrir um- bótamenn endurtekið kröfurnar um það, að náttúran sjálf ætti fyrst og fremst að uppala mennina. peir hafa fundið hættuna, sem stafar af einhæfri bóka- og bæjamenning, sem hefir veikl- andi og ósjaldan spillandi áhrif. Hún elur heigulshátt og nautnasýki og ræn- ir þjóðirnar þreki og karlmensku. Til þess að koma i veg fyrir þessi þjóðarmein, þurfa allir bæja-, og helst sveita-búar líka, að verja nokkrum tíma árlega til þess, að gerast náttúrubörn, dvelja upp til fjalla og ferðast fótgang- andi um dali og óbygðir. peir verða þá iitilegumenn um stundarsakir, njóta sól- arinnar og svalandi heiðloftsins, kynn- ast stormum og regni, þreyta f jallgöng- ur og njóta víðsýnisins, sem fylgir þeim. Fátt er ánægjulegra en æfintýri f jalla- ferðanna. 1 þeim er fólgin alhliða orku- sókn. J?au eggja hugsun og stæla kraft- ana. Islendingar ættu að vera meiri nátt- úrubörn en fiestar aðrar þjóðir. peir eiga ónumið víðlendi furðu margbreytt að fegurð og gæðum. pað er mótað af mildi og hörku, auðn og gróðri, með himinháum tindum og dynjandi foss- falli. Og árstíðaskiftin islensku skapa þjóðinni undraheim, með dimma daga og sólbjartar nætur og öllum þeim Mt- brigðum, sem liggja þar á milli. En við fáum ekki alla þessa fjöl- breytni fyrirhafnarlaust. Við hljótum að þreyta aflraunir andlegar og Ukam- legar við ótamin náttúruvöld, og ef við gleymum að iðka þessar aflraunir, þá verður þess skamt að bíða, að við get- um ekki lengur heitið Islendingar. Bættar samgöngur og breyttir þjóð-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.