Skinfaxi - 01.07.1924, Blaðsíða 3
SKINFAXI
51
ai’ að sækja víðsýiii og frelsi, afl og
unað.
Fornar sagnir af útilegumönnum
segja, að þeir köstúðu kaldyrðum til
sveitamanna, er þeir heimsóttu þá og
buðu þeim að þreyta fang við sig. Sveita-
maðurinn varð að hníga við lítinn orð-
stír, ef hann var dáðlaus kveif. En ætti
hann kjark og karlmensku, hét fjall-
búinn honum trausti sínu og efndirn-
ar brugðust aldi’ei.
Lýsingarnar á skapgerð útilegumanna
sýna frost og funa islenskrar náttúru.
par eru myndir af eldsins og íssins
drotning. Hver, sem ekki vill kynnast
lienni cins og hún er fegurst og göfug-
ust í fjallasölunum, á ekki heima hér
á eylandinu við úthafið. En allir sannir
íslendingar þrá armlög Fjallkonunnar.
þeim gefur hún óskir og ástir sínar.
!’;rr gjafir eru óspiltar. pær hafa seitt
þessi orð af vörum skáldsins: „Hér á
andinn óðul sín öll, sem verða á jörðu
fundin.“
G. B.
Frá sambandsþingi U.M. F. I.
Sambandsþing U. M. F. í. var háð í
Reykjavik dagana frá 16.—19. júní s.l.
Jón Kjartansson Sambandsgjaldkeri
setti þingið. 24 fulltrúar voru mættir
á þinginu.
petta var það helsta, sem gerðist:
1. Forseti var kjörinn Björn Guð-
mundsson kennari frá Núpi í Dýrafirði
og ritari Aðalsteinn Sigmundsson skóla-
stjóri á Eyrarbakka.
2. Jón Kjartansson skýrði frá störf-
mn Saxnbandsstjórnar s. 1. 3 ár og lagði
fram endurskoðaða reikinga Sam-
bandsins.
3. Kosnar þingnefndir: Starfsmála-
nefnd, Sambandsitxerkisnefnd, skóg-
ræklarncfnd, fjárltagsnefnd og laga-
nefnd.
4. Samþykt að veita Héraðssam-
handi Dalamanna inntöku i U. M. F. I.,
þó formleg inntökubeiðni væri ekki fyr-
ir hendi.
5. þorsteinn þorsteinsson, héraðs-
fulltrúi Eyfirðinga, lagði frarn eftirfar-
andi tillögur:
a) Héraðsþing U. M. F. E. skorar á
Sambandsþing U. M. F. í. að beita sér
fyrir þvi, að skógarleifar í Leyningshól-
um í Eyjafirði verði friðaðar hið fyrsta.
b) Héráðsþing U. M. F. E. litur svo á,
að það hafi mikla þýðingu fyrir skóg-
ræktarmálin, að ungmennafélagar
ákveði skógræktardag, en telur málið
ekki enn nógu vel undirbúið til þess, að
félögunum verði gert þetta að skyldu.
Eftir nokkrar umræður var tillögum
þessum vísað lil skógræktarnefndar.
6. Ari Guðmundsson, liéraðsfulltrúi
Borgfirðinga, hvatti til þess, að U. M.
F. f. ynni að söfnun örnefna á íslandi.
Samþ. var að kjósa þriggja manna
nefnd til að athuga það mál.
7. þorst. porsteinsson lagði frant til-
lögur starfsmálanefndar:
a) pingið heimilar stjórninni fé úr
Sainbandssjóði til þess að senda iþrótta-
kennara til Héraðssambands Austur-
Húnvetninga. Ketini hann þar á íþrótta-
námsskeiði, sem Húnvetningar ætla að
ltalda næsta vetur. Jafnframt mælir
nefndin með, að þau héraðssantbönd,
sem ekki hafa fengið styrk úr Sam-
bandssjóði til iþróttanáms, verði frarn-
vegis látin sitja fyrir öðrunt.
b) pingið skorar á Sambandsstjórn-
ina að leita samvinnu við í. S. í. um
að koma á iþróttanámsskeiði i Rvik, svo
fljótt sent auðið verður, ef sæmileg þátt-
taka fæst frá Héraðssantböndunum, og
heitnilar til þess fé úr Sambandssjóði.
c) Sambandsþing U. M. F. I. litur svo
á, að efling íslenskrar heimaiðju sé eitt