Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1929, Page 3

Skinfaxi - 01.02.1929, Page 3
SKINFAXI 19 leitandi að því besta, hvar sem það er að flnna, en þá jafnframt að samlaga það þeirri sérstöku mynd eða þörfum sem hverri þjóð er nauðsynlegt. Upphaflegi tilgangurinn með því ákvæði i stefnuskrá Ungmennafélaganna „að efla og viðhalda því, sem þjóð- r legt er og ramíslenskt" var einmitt þetta tvent: 1. Að sá einstaklingur eða félagshreyfing sem ekki er rótfest f þjóðernislegri hugsun má teljast rotslitinn. Sérstaklega v á þetta við um alla þá sem fara með hugsjónamál. Er því ákvæði þetta nauðsynlegt sem nokkurskonar vernd- arandi félagshreyfingarinnar. Virðist og svo í framkvæmd- inni, að þar sem lítið hefir borið á þjóðernislegri hugs- un hafi verið minna um allar félagslegar framkvœmdir og félögin jafnvel hætt að starfa. Og hér mætti skjóta því inn í, hve sérstaklega þetta hefir verið á berandi um höfuðborgina okkar. Félags- hreyfingin hefir alt af átt þar gott mannval en verið hlutfallslega mannfá — og því miður ekki sá kraftur fyrir hreyfinguna sem vænta mátti í upphafi. Vegna þroska þess sem Reykjavik hefir þegar fengið og von- andi fer vaxandi, ætti hún að vera þjóðlegust. Þar ættu að dreymast fegurstu og stærstu draumarnir fyrir hið verðandi ísland. Annar þáttur hins þjóðlega starfs Ungmennafélag- anna er vökumannsstarfið: Að vera á verði um að er- Iendu menningaráhrifin verði mótuð og löguð eftir okk- ar íslensku þörfum. Þetta, er starf sem kostar mikið strið, en við megum ekki halda að það sé ómögulegt. Dæmi Japana er þar deginum ljósara. Þeir hafa umskapað 40 miljóna þjóð j á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun Ungmennafélag- anna hér á landi. — Eg vil þá aftur vjkja nokkrutn orðum að þvl sem fyr er fráhorfið og gera grein fyrir þeim þreyfingum á mentamálum þjóðarinnar, sem eg tel rétt og nauðsynlegt að Ungmennafélögin beiti sér fyrir. Og við erum svo heppin að eiga þar innlend dæiÉi, sem komin ei um nokkur reynsla, svo að þeir sem vilja ! skilja getæ skilið hvað við er átt.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.