Skinfaxi - 01.02.1929, Page 11
SKINFAXl
n
Allt það nýjasta og mesl eftirsótta til vista
og viðdvalar fanst 1 gistihúsadeildinni. Bæði
var þar óætt og ætilegt: Áhöld öll til gist-
inga, veitinga, matreiðslu og allskonar hús-
g búnaðar frá mörgum verksmiðjum og varningsbúðum,
voru þar samansöfnuð í sæg mikinn. Mörg þessara á-
^ halda voru mestu kostagripir, hvert til síns hæfis og
sum einkar skemtileg að skoða. — En sem nýjung voru
sjerstaklega hin ýmsu raforkuáhöld einna merkilegust
og eftirtekta verðust. Og svo margt var bæði af þessu
og öðru að illa yrði tínt upp nje talið.
Að sama skapi voru í hinum aðalflokknum matvælin!
Vistir þær er veitinga og gistihúsin hafa á boðstólum, og
var framleiðsla ýmist af gæðum lands eða sjávar og
mörgu blandi þar í millum. Mikið af þessum matvælum
var tilunnið og matbúið í vjelum og verksmiðjum, —
þar á meðal öll niðursuða og margskonar mauk (,,sylta“),
sumt viðsjállega kryddað, blandað og hrært! Aftur var
annað með náttúrunnar óskemda ástandi.
Nú er þegar gripið á sýningarheildinni og
greint nánar frá nokkru. En fyrir utan það
sem þegar er sagt mætti margs geta ef
rúm blaðsins og aðrar ástæður leifðu. —
Margt var það, eins og gefur að skilja, á sýningar-
svæðinu sem eftirtekt vakti, að auki þess er sýnt var
í skálum og sölum sýningarinnar. Þannig voru margar
þær smáu sýningarskemmur og skýli, sem áður er minst
á, smekkvislega gerðar og skemtilega skreyttar bæði
utan og innan. — Og auðvitað með allskonar tilbreitni
því hver þurfti að toga til sln, og sýna að sitt tæki
helst öllu öðru fram. Af þessum smáhýsum má nefna
skemmur: Vestlenska sölufjelagsins, Hörduland mjólkur-
bús, Arnar smjörlíkis o. fl. með selhúsa sniði, sem í
Noregi eru mjög í mætum höfð. — Björgvinjar smjör-
gerðin hafði kostuglega smábvggingp í Ukingu við hið
gamla skjaldarmerki Björgvinar. — Hin góðkunna mjólk-
Á víð og
dreif.
Gistihúsa-
deíldin.