Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1957, Qupperneq 4

Skinfaxi - 01.04.1957, Qupperneq 4
4 SKINFAXI ímuðtn nnílw#• Ifir/i finutniufjfúr Guðmundur Ingi Kristjáns- son, skáld á Kirkjubóli í Bjarn- ardal, varð fimmtugur 15. jan. s.l. Guðmundur Ingi er fæddur að Kirkjubóli 15. janúar 1907 og hefur alið þar allan aldur sinn. Foreldrar hans voru Krist- ján Guðmundsson og Bessabe Halldórsdóttir. Kristján andað- ist 1920 og bjó Bessabe þá á- fram með börnum sínum, unz þeir bræður Guðmundur og Halldór tóku við búsforráðum og búa þeir þar nú. Veturinn 1929—30 stundaði Guðmundur nám við Lauga- skóla og veturinn 1931—32 var hann í Samvinnuskólanum. Jafnframt búskapnum hefur Guðmundur Ingi lengi verið barnakennari í Önundarfirði. Þá hefur Guðmundur Ingi gefið sig mjög að félagsmálum. Þau trúnaðarstörf, sem fyrir koma í sveitarfélagi, munu fá, sem hann hefur ekki gegnt. Hann hefur verið hreppsnefnd- armaður og skólanefndarmaður, setið í stjórn búnaðarfélags og kaupfélags, verið formaður ungmennafélags um langt skeið, o. s. frv. Utan sveitar sinnar hefur hann gegnt mörgum félagsleg- um trúnaðarstörfum, einkum á sviði ungmennafélagsskaparins og búnaðarfélagsskaparins. Þekktastur mun þó Guð- mundur Ingi fyrir skáldskap sinn. Hann hefur látið frá sér fara tvær ljóðabækur, er hann nefnir Sólstafir og Sólbráð. — Kvæði hans munu bezt lýsa manninum sjálfum og höfum við því ekki þessi orð fleiri en birtum hér nokkur sýnishorn af skáldskap Guðmundar Inga. GREIIXIARGERÐ Minn hlutur er að yrkja það búland, sem bíður og brosir við reikulan fót, og leggja mína liönd og minn bug ekki siður til bjálpar við íslenzka rót og eygja bverja stund, sem af ævinni líður, sem auðlegð og fagnaðarbót. Þótt lítið verði úr störfum og standi ég hljóður, er stafar á dreymandi fjörð, ég elska þetla land og minn átthagagróður og iðjunnar þjónustugjörð. Og hugur niinn og starf mitt og ást mín og óður er ilmur af lifandi jörð. IUIG LAIXIGAR (JPP í SVEIT 0, sólskin, glaða sólskin, þú vekur von og kæti og vanga mína kyssir með indæl fyrirheiti. Nú strjúka blýir vindar um vegg og þak og stræti, og vorið er að koma. — Mig langar upp í sveit.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.