Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1957, Side 7

Skinfaxi - 01.04.1957, Side 7
SKINFAXI 7 1917 lét Guðbrandur af rit- stjórastarfinu og stundaði nú ýms störf í Reykjavík næstu 3 árin unz hann réðist sem fram- kvæmdastjóri að kaupfélagi Hallgeirseyjar í Rangárvalla- sýslu. Frá því starfi hvarf Guð- brandur árið 1928 og tók þá við Áfengisverzlun ríkisins og hefur verið forstjóri hennar síðan. Á þessu stutta yfirliti má sjá, að Guðbrandur hefur víða kom- ið við og eru þó ótalin fjölmörg trúnaðarstörf, er honum hafa verið falin. Þegar Guðbrandur Magnús- son varð fimmtugur, eða fyrir tuttugu árum síðan, ritar Jónas Jónsson frá Hriflu grein um hann í „Tímann“. Ég hygg, að sú mannlýsing, sem þar kemur fram, eigi enn við Guðbrand, þótt sjötugur sé. En Jónas seg- ir m. a.: „Fáir, sem þekkja Guð- brand Magnússon, munu trúa því, að hann sé orðinn fimmtug- ur. Þó er það svo. Hann fór yfir þessi þýðingarmiklu landa- mæri 15. febr. s.l. Guðbrandur Magnússon er um marga hluti mjög einkenni- legur og sérstæður maður. Hann er bjartsýnni en flestir menn aðrir. Ár og aldur hafa engin áhrif á hann. Eftir marghátt- aða baráttu í hálfa öld gengur hann í brattann í fjöllum eins og ungur maður og gerir höfuð- stökk í leikfimi. Slíkt gera eng- ir nema þeir, sem eiga unga sál.“ Þó vinn ég ei arösins vegna, þá veldi ég aðra leið. En óræktin hefur hrópað svo hátt, að mér sveið. Eg gleðst við allskonar gróður, við gluggablóm, töðu og lyng. Guð liefur sent mig að græða, grundirnar hér í kring, að bylta bernskustöðvum og bæta fornan svörð og rækta fyrir rikið, því ríkið á þessa jörð. Komandi kynslóðir njóta þess kraftar, sem ég á einn. — Ég er öreiginn Guðmundur Ingi. Ég er önfirzkur bóndasveinn. ♦ Guðbrandur Magnússon á skrifstofu sinni.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.