Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1957, Side 14

Skinfaxi - 01.04.1957, Side 14
14 SKINFAXI ur stóðu eins og tvö prik fram af selunni. — Þarna sat ég voða kotroskin og talaði um nytina í kúnum og heilsuna hj á heimagangin- um, við liúsfreyjuna, unz hún kom með rjúkandi súkkulaði og kökur, á borðið. Stofa þessi var með tveim- ur gluggum, öðrum á móti suðri en liinn snéri í vestur. Ég man enn lyktina og róleg- lieitin, sem hvíldu yfir öllu, þarna inni. Líklega hefur það verkað meira á mig en ella, vegna tveggja katta, er stein- sváfu og möluðu, sinn á livor- um púðanum og sólargeisl- arnir stóðu eins og byssu- stingir, í belginn á þeim. Það var stór, svartur liögni og grábröndótt bleyða. Á hillum, skattholum og veggjum voru myndir af dauðu fólki. Það ríkti sanuarlega djúp kyrrð vfir öllu, þegar ég saup á súkkulaðinu. Svo fékk ég mér köku. Það var svona kringl- ótt kaka, vafin upp með kan- ilsykri á milli vafninganna. Þá skeði það ægilega. Stór kökkur af natróni kom upp i munninn á mér. Ég hóstaði of frussaði út um allt. Kett- irnir vöknuðu, ráku úl úr sér tunguna, geyspuðu, sleiktu á sér malirnar, fóru aftur að sofa. Myndirnar virtust líta undrandi á mig. Mér var svo mikið um þetta, að síðan hef ég aldrei þorað að borða al- mennilega með kaffi, á ó- kunnum bæjum. — Nú, svo hefurðu vaxið þarna upp, eins og fífill í varpa, en ert nú flutt hingað til Reykjavíkur, eða hvað? — Já, ég er búin að eiga liér heima, í borginni, í tvö ár, stunda aðallega íþrótta- kennslu. — Er það skemmtilegt starf ? —■ 0 jæja, ekki er það nú alltaf, einna skemmtilegast þykir mér í frúarleikfimitím- unum. Annars þykir mér skemmtilegra og betra bér en í sveitinni og það er mín skoðun að húsmæður liafi það létlara hér, en sveitakon- urnar. Ég lief því ákveðið að verða ekki sveitakona. — En þig er farið að langa til að giftast? — Já, stundum kemur það fyrir. Ég fer t. d. nokkuð oft á Borgina og þá er eins og komi yfir mig einhverskonar þrá og löngun, eftir öryggi, vernd o. fl., þegar ég er að dansa við suma. Ég er ekki viss um hvort þetta er bein- línis giftingarlöngun, en eitt- hvað í þá áttina mun það eiga rót sína að rekja. En, þegar ég er gift þá ætla ég að sofa til kl. hálf ellefu á morgnana, fara ]>á í slopp og elda mat- inn. Hafa hann til kl. tólf. Vera búin að þvo upp kl. eitt. Fara þá aftur að sofa. Maður- inn minn getur sjálfur feng- ið sér morgunkaffið, hér heima og miðdegiskaffið i bænum. Svo fer ég á fætur kl. fimm. Annars bef ég litið hugsað fyrir framtíðinni, lofa dögunum bara að velta fram hjá. — Þú varst eitthvað að minnast á Borgina, ferðu þangað oft ? — Ég kem þar við og við, fer nú heldur aldrei á aðra dansleiki. Mér þykir svo sem ekkert gaman að dansa á Borginni, hara fer af ein- hverjum vana. Ég get nefnt sem dæmi um mín skikkan- leglieit, að það er mánuður síðan ég sló mér upp síðast. Og nú brosir liún með aug- unum, dreymandi úl i blá- inn. Þú ert þá ekki mikið með strákum, eins og sagt er. — Nei, síður en svo, enda er lítið varið í það. Það er reyndar ágætl að láta þá borga miða á bió og böll og leikhús. Það er lítið varið í það að dansa alltaf við sama strákinn, en svo fer oft ef þeir hjóða manni á ball. Ég þarf að vera alveg sérstaklega skotin í strák, lil að hafa á- nægju af að dansa við bann einan. Ég tala nú ekki um, ef bann tjúttar ckki bæði

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.