Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1957, Side 18

Skinfaxi - 01.04.1957, Side 18
18 SKINFAXI □ SCAR WILDE : jf^riaóinn Lamin^aóami !iií!!i!Ui!ii!!i8I!!lllíiiIiij!!!i!SIIii! Hátt yfir borginni gnæfði stytta prinsins hamingjusama á hárri súlu. Hann var klæddur gullnum skínandi laufum, í augnastað hafði hann glitr- andi safíra, og stór rauður rúbín glóði á sverðshjöltum hans. Allir dáðust að honum. Hann er fagur eins og vind- hani, sagði einn bæjarfulltrú- inn sem hafði orð á sér fyrir að vera listrænn. Hann er bara ekki jafn nytsamur, bætti hann við; hann óttaðist að fólk héldi hann óhagsýnan, og það var hann sannarlega ekki! Hvers vegna ertu ekki eins og prinsinn hamingjusami? sagði skynsöm móðir við litla drenginn sinn sem hrein há- stöfum af því að hann náði ekki í tunglið. Aldrei grætur hann! Gott að einhver er hamingju- samur í veröldinni, muldraði er ég varð að þola á stoppi- stöðinni, þá gat ég ekki var- izt þeirri hugsun, er ég steig út í hríðina á Lækjartorgi, að einhverntíma hefði þótt gott að hafa strætisvagna. S. vonsvikinn maður sem litið varð á styttuna fögru. Hann er alveg eins og engill, sögðu munaðarlausu börnin þegar þau komu út úr kirkj- unni í fagurrauðum kápum og með hvítar svuntur. Hvernig vitið þið það? spurði stærðfræðikennarinn þeirra. Þið hafið aldrei séð engil. Okkur hefur dreymt þá, svöruðu börnin, okkur hefur dreymt þá; og stærðfræðikenn- arinn gretti sig og varð mjög alvarlegur á svip; aldrei hafði hann leyft börnunum að dreyma. Eina nótt flaug lítill þröstur yfir borgina. Frændur hans höfðu farið til Egyptalands fyr- ir sex vikum, en hann varð eftir því hann var ástfaginn í indælli lítilli bleikju. Hann hitti hana snemma um vorið þegar hann var á flögri yfir ánni, og hann hreifst svo af henni, hvað hún var grönn og fínleg, að hann staðnæmdist og tók hana tali. Ég elska þig! sagði þröstur- inn sem var á móti öllum mála- lengingum, og bleikjan hneigði sig kurteislega. Síðan flögraði hann hringinn í kringum hana og snart vatnið með vængjun- um svo að það gáraðist; þann- ig lét hann ást sína í ljós, og hann var að allt sumarið. Þetta er fáránlegur starfi, tístu hinir þrestirnir; hún á ekki grænan eyri en alltof marga frændur. Og það var alveg satt; áin var full af bleikjum. Svo kom haustið og þrestirnir flugu sína leið. Þegar þeir voru allir farnir tók honum að leiðast, og hann varð þreyttur á ástinni sinni. Hún getur ekki haldið uppi samræðum, sagði hann; og ég er hræddur um að hún sé of léttúðug, hún er alltaf að daðra við vindinn. Það var líka satt, hún hneygði sig af stakasta yndisþokka fyrir vindinum hvaðan sem hann blés. Að vísu er hún heimakær, hélt hann á- fram, en ég vil alltaf vera á ferðalögum, og þessvegna þarf konan mín að vilja ferðast líka. Ætlarðu að koma með mér? spurði hann að lokum, en bleikjan hristi höfuðið; hún gat ekki slitið sig að heiman. Þú hefur haft mig að ginn- ingarfífli, hrópaði hann upp yfir

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.