Skinfaxi - 01.11.1962, Qupperneq 4
Þingeyskir kórar syngja í Vaglaskógi
til lands frá Noregi, — segir sagan. Það er
rétt, og þó ekki allur sannleikurinn.
Hún kom eins og vorið, sem kemur að
viðbúnum jarðvegi.
Þó að hlýr loftstraumur komi yfir landið
að hausti, gagnar það lítið til gróinda.
Vorið þarf að vera fyrir í moldinni. Það
þarf að koma innan frá líka, ef það á að
verða nokkurt vor.
Við höfum séð vorgyðjuna svífa ár hvert
„úr suðrænum geim á sólgeislavængjunum
breiðum".
En allir íslendingar hljóta líka að hafa
séð vorið koma að innan — frá landinu
sjálfu.
Greinilegt er þetta, þegar vorgyðjunni
seinkar að sunnan, þá fer að húsa frá
lækjum og lindum og grænka á bökkum
þeirra undir hvelfingum fanna.
Gamla fólkið í mínu ungdæmi sagði:
Þetta eru áhrif frá lífsteini landsins. —
Þetta er vorið að innan.
Áður en ungmennafélagshreyfingin kom
frá Noregi, hafði félagsmálagróður sömu
tegundar skotið upp sprotum víðar en á
einum stað í landinu.
Má ég segja ykkur frá því, ungmenna-
félagar Islands, af því að þið eruð staddir
hér í Þingeyjarþingi, að austan við heið
arásinn, sem héðan blasir við, í litlu
byggðinni Laxárdal, stofnuðu ungir piltar
með sér félag, nálægt 1860, sem hafði að
markmiði: íþróttaæfingar, eflingu atgerv-
is og víðsýnis, skemmtanir og ýmsar heim-
ilislistir.
Auðnir í Laxárdal fyrrum
Benedikt Jónsson, sem seinna var kennd-
ur við bæinn Auðnir og varð landskunnur
maður, hafði forgöngu um stofnun félags-
ins og var formaður þess. Hann sagði mér
frá þessu félagi. Félagið setti sér lög, sem
því miður eru nú glötuð.
Á vetrum fóru piltarnir um dalinn og
leituðu uppi beztu skíðabrekkurnar og
skautasvellin. Um flestar helgar æfðu þeir
glímur. Félagsfundi höfðu þeir marga. Að
vetrinum héldu þeir oftast máifundina í
rúmgóðum og veihirtum beitarhúsum að
svonefndum Mánahjalla í Þverárfjalli, en
þaðan er mjög víðáttumikið og fagurt út-
sýni.
Á sumrin komu þeir saman til funda
einhvers staðar á bökkum Laxár — eða í
4
SKINFAXI