Skinfaxi - 01.11.1962, Blaðsíða 19
séð lítur út eins og sultardropi! . .. 1
þriðja lagi forðast Vilar að tilgreina svo
flókið hugtak sem smekkur er. Ef rétt er
skilið, þá er það auglýst stefna þjóðleik-
hússins, sú stefna sem það 'hefur líklega
reynt að fylgja í góðri meiningu (en með
öfugum árangri!), ,,að bæta smekkinn“.
En líkt er með „smekkinn“ hjá Þjóðleik-
húsinu og þekkinguna hjá Vilar: nánari
skýringu vantar. Hins vegar getur engum
dulizt, að Vilar hefur til að bera mikla þekk-
ingu, en hvort þjóðleikhússtjóri hefur góð-
an smekk er ákaflega mikið vafamál. Ef
til vill er það markmiðið með starfsemi
Þjóðleikhússins að bæta smekkinn hjá
honum sjálfum! ... Síðast en ekki sízt
tekur hinn merki franski leikstjóri það
skýrt fram, að hann vill ná til „sem
flestra“ með list sinni.
Ágæti hvers leikstjóra er nefnilega ekki
sízt fólgið í því, hve vel honum tekst að
gera margbrotna atburðarás skiljanlega
allri alþýðu manna. Til þess þarf hann ekki
síður að þekkja áhorfendurna og þörf
þeirra (hvað það er, sem á þá stríðir), en
efni leikritanna, sem hann setur á svið,
hugmyndaheim þeirra og veruleikann, sem
þau eru sprottin úr. Hinn almenni smekk-
ur er „laus í sér“, hann breytist eins og
kvenfatatízkan breytist: hvaða leikhús
getur séð sóma sinn í því að eltast við
tízku? Það er gömul og ný staðreynd (ekki
er t. d. að sjá að aðsóknin að leikhúsi Vil-
ars sé í rénun), að áhorfendur láta ekki
bíða eftir sér þegar á sviðinu er talað um
eitthvað, sem kemur lífi þeirra við. Leik-
hús ætti miklu fremur að andæfa
„smekknum“, heldur en að daðra við hann;
með því móti ættu þau að geta skerpt skyn
áhorfendanna. Leikstjóri, sem ekkert hef-
ur fram að leggja frá sjálfum sér, býr ekki
yfir neinum „boðskap“, sem hann þarf að
flytja og hefur ekkert sérstakt viðhorf til
almennra málefna, getur ef til vill með
leikni sinni fengið áhorfendur til að
gleyma sér stund og stund í sætum sínum,
jafnvel svæft þá alveg, eða æst til hins
ýtrasta, en hann getur ekki miðlað þeim
neinni þekkingu. Þekkingin eða „boðskap-
urinn“ í leikritinu, sem hann fer höndum
um, gæti meira að segja ruglazt vegna
skorts hans á skilningi. Því til að skilja
þurfa menn að hafa einher sjónarmið.
Gömlu leikritin er til að mynda ekki nóg
að sýna „bara einhvern veginn“, það þarf
að túlka þau á nýjan og nýjan hátt, í sam-
ræmi við tímana, ef efni þeirra á ekki að
fara fyrir ofan garð og neðan hjá áhorf-
endum. Úrelt fyrirbæri (til dæmis sam-
band auðugs bónda og örbjarga aðals-
manns í George Dandin eftir Moliére),
sem oft eru einungis úrelt á ytra borði (á
öllum tímum eru menn, sem taka upp fyrir
sig, og konur, sem giftast til fjár), þyrfti
að setja í samband við eitthvert þekkt fyr-
irbæri, í gegnum sýninguna mætti jafnvel
láta skína í hliðstæður úr samtímanum,
eða þau verður að túlka á einhvern hátt
þannig að áhorfendur fái skilið þau og not-
ið þeirra (Dandin þjáist!), — alveg eins
og sjálfsagðir hlutir hins daglega lífs í
nýju leikritunum þurfa að koma áhorfend-
um ókunnuglega fyrir sjónir, að öðrum
kosti taka þeir varla eftir þeim. Yfirleitt
er það svo, að menn horfa á sjálfsagða
hluti án þess að sjá þá .. . en hver er grind-
in í lífi manna ef ekki einmitt þeir?
Það hefur alltof oft borið við, þegar
leikhús okkar hafa sýnt eitthvert höfuð-
verk og áhorfendur neitað að koma, að for-
SKINFAXI
19