Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1962, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.11.1962, Blaðsíða 16
laginu allt til ársins 1940 og var þá kjör- inn heiðursfélagi. Júlíus var traustur og vel látinn forustumaður, sem lengi mun minnst, en hann dó árið 1948. Annar helzti forvígismaður félagsins á þessum árum var Þór Þorsteinsson á Bakka. Hann var lengi varaformaður og síðar formaður og var jafnan kjörinn í nefndir ef einhverju þurfti að koma í framkvæmd, enda duglegur framkvæmda- maður. Hefur hann verið heiðursfélagi U.M.F.Ö. síðan 1939. Upp úr 1937 tekur félagslífið mjög að blómgast. Margt af ungu fólki gengur í félagið og mikið er um fundahöld, og fé- lagsblaðið „Snepill", sem félagið hefur gef- ið út síðan 1926, eflist mjög á næstu ár- um. Má segja að næstu 10 árin séu blóma- skeið í sögu félagsins. En um 1949 færist mikil deyfð yfir félagsskapinn og mátti þá ekki miklu muna að hann lognaðist út af, sem þó ekki varð. Á árunum 1943—’45 lagði félagið rúmlega 1400 krónur til sund- laugarbyggingar að Laugalandi á Þela- mörk. Árið 1945 heldur félagið mikla sam- komu til að minnast 100 ára dánarafmælis Jónasar Hallgrímssonar. Og árið 1946 sam- þykkir félagsfundur að algert vínbindindi skuli vera innan félagsins, sem sama ár gengur í Ungmennasamband Eyjafjarðar. Kári Þorsteinsson frá Bakka gekk í fé- lagið árið 1937, þá nær 29 ára að aldri. Hann var strax áhugasamur um málefni þess, enda var hann kosinn gjaldkeri árið eftir og gegndi hann því starfi næstu 10 ár. Enda þótt Kári væri þá enginn reglu- maður, gerðist hann helzti hvatamaður þess að tekið yrði upp vínbindindi og varð síðan öðrum til fyrirmyndar í þeim efnum allt til dauðadags. Það kom einnig í hans hlut að verða formaður félagsins 1952, þegar það átti hvað erfiðast uppdráttar, og var hann það næstu 5 ár, en baðst þá undan kjöri. Mátti segja, að hann fylgdi hverju málefni fram til sigurs, sem hann barðist fyrir, og var hann enn starfandi í félaginu, er hann féll skyndilega frá árið 1961. Þann 4. júní 1950 minntist félagið 50 ára afmælis síns með veglegri samkomu. Hafði slík afmælishátíð raunar lengi verið á dagskrá, en menn ekki ætíð verið á eitt sáttir um aldur félagsins. Var leitað álits Bernharðs Stefánssonar, og munu rök hans hafa ráðið úrslitum (sbr. frásögn hans hér að framan). Þegar ákveðið var að koma upp minn- ingarlundi um Jónas Hallgrímsson árið 1952, afréð ungmennafélagið strax að leggja þar árlega frarn nokkra vinnu og hefur svo verið síðan. Sumarið 1957 var haldin mikil hátíð í öxnadal í tilefni þess að 150 ár voru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar. Stóð U.M.F. öxndæla að þeim hátíðahöldum ásamt U.M.S. Eyja- fjarðar og Skógræktarfélagi Eyfirðinga. Þar var U.M.F. öxndæla og öxnadals- hi-eppi afhentur minningarlundurinn til varðveizlu. Svo sem hér er áður getið, var á fyrstu árum ungmennafélaganna starfandi ung- mennafélagasambandið „Kynning“, en það leystist upp árið 1926. Hliðstæð starfsemi hófst aftur 1952 þegar U.M.F. Möðruvalla- sóknar bauð heim öðrum ungmennafélög- um í Möðravallaklausturprestakalla. Þann- ig hafði U.M.F. Öxndæla slík „heimboð“ sumarið 1956 og 1960, en það eru þessar samkomur venjulega kallaðar. 1 „heimboð- inu“ 1960 minntist félagið 60 ára afmælis 16 SKINFAX I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.