Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1962, Side 10

Skinfaxi - 01.11.1962, Side 10
farar.“ En ég svara því til, að þrátt fyrir ágæti nútímans megum vér ekki gleyma fortíðinni. Það voru vormenn nítjándu aldarinnar, sem hreinsuðu tungu vora, minntu þjóðina á afrek hennar á þjóðveld- isöld, trúðu því, að með henni byggju enn sömu andans hæfileikar og fengu hana til að trúa því, að ef hún stæði vel saman um hagsmunamál sín, setti sér göfug, háleit mörk og stefndi einhuga að þeim og ynni að markinu af allri orku sinni, þá tækist henni að komast úr kútnum og stofna í landi sínu heilbrigt og glæsilegt þjóðfélag. Þjóðin væri fámenn, en verkin mörg og erfið, því þyrfti að ala upp sem flesta og bezta nýja þjóðfélagsþegna, til að ná þeirri þjóðfélagslegu blessun, sem þessir menn sáu í anda og stefndu að. Þá var kveðið: „Starfið er margt, en eitt er bræðra- bandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: að elska, byggja og treysta á landið.“ Og: „Sé ég í anda knör og vagna knúða krafti sem vannst úr fossa þinna skrúða, stritandi vélar, starfsmenn glaða og prúða, stjórnfrjálsa þjóð, með verzlun eigin búða.“ Barnamaðurinn var snortinn þessum framfaraanda, og það var hann, sem, þrátt fyrir fátækt og basl, lagði honum orð á vöi': „Blessun eykst með barni hverju.“ En það þurfti mikla bjartsýni og sterka trú á ágæti þjóðar vorrar til að svara þannig á þeim tímum. En í dag sjáum við allir, að þessir löngu liðnu bjartsýnismenn höfðu rétt fyrir sér. Þeir sáu í gegnum sortann til stranda hins sólroðna fyrirheitna Iands. Þeir sáu gegn- um holt og hæðir, eins og allir töframenn þjóðsagna vorra. Þeim hefur orðið að trú sinni. Sigur hefur unnizt blessun aukizt með barni hverju. Nú í dag stöndum við föstum fótum á strönd fyrirheitna landsins og sjáum draumsýnir og loftkastala forfeðranna í veruleika allt í kringum okkur. Og okkur finnst þetta allt svo sjálfsagt og hvers- dagslegt, sem daglegt brauð, og leiðum sjaldan hugann að því hve mikla fyrir- höfn það kostaði að afla alls þessa: Fram- kvæma alla hina miklu nýrækt, byggja vegi og brýr, borgir og í þeim stórar hallir fyrir heilbrigðis- og menntamál, fundi og skemmtanir, kaupa öll skipin, bifreiðirnar og flugvélarnar, allar vinnuvélar í atvinnu- stöðvum og heimilum, allan húsbúnaðinn, skrautið og skartið og listmunina. Öll menntunin til anda og handar og svo allar frístundirnar, og það, sem mest er um vert, frelsið til orðs og æðis, — hyrning- arsteinn mannlegra framfara og þroska, ef rétt er á haldið. Já, því verður ekki neita, að mikið hefur á unnizt, og þrátt fyrir allt, sem að er fundið, býr þjóðin nú við skilyrði, sem í flestu jafnast á við það bezta, sem annars staðar tíðkast. „Er þá nokkuð annað að gera en að setj- ast að veizluborðinu?" kunna einhverjir að spyrja. Þá hvarflar manni í hug hið forn- kveðna: Það er ekki minni vandi að gæta fengins fjár en afla. Og: Það þarf sterk bein til að þola góða daga. Svo er forsjóninni fyrir að þakka, að sérhver ný kynslóð eignast ný viðfangs- efni, ný hugðarmál að vinna að. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.