Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1962, Qupperneq 35

Skinfaxi - 01.11.1962, Qupperneq 35
DR. RICHARD BECK: „Látfu hug þinn aldrei eldast eða hiart-að7' (Ávarp flutt á íslendingadeginum í Blaine, Wash., 29. júlí 1962.) Ánægjan og þökkin eru mér efstar í huga á þessari stundu. Okkur hjónunum er það óblandið fagnaðarefni að vera í ykkar hópi hér á Islendingadegi og verm- ast með ykkur við elda sameiginlegra minninga. Þessu næst vil ég í nafni Þjóðræknisfé- lags íslendinga í Vesturheimi þakka hjart- anlega öllum þeim, sem standa að þessu hátíðarhaldi, fyrir þá ágætu ræktarsemi þeirra við ættland og menningarerfðir; en ykkur öllum, sem hér eruð saman komin, flyt ég beztu kveðjur og blessunaróskir af félagsins hálfu. Fagurt þótti mér umhorfs, þegar ég var hér fyrst á íslendingadegi fyrir meir en aldarfjórðungi síðan, og jafn fagurt um- hverfið, er ég nú stend hér í ræðustóli í fjórða sinn. Útsýnin til fjalla og hafs er söm við sig um tign og fegurð, og slær á sérstaklega næma strengi í sál hvers heimaalins íslendings, en á hug og hjörtu okkar allra af íslenzkum stofni hafa fjöllin og hafið sett svipmót sitt. Ekki ræði ég frekar um þau djúpstæðu áhrif ættlands- ins á skaphöfn okkar, enda hefur það oft verið gert á Islendingadögum hér vestan hafs. Hins vegar vil ég draga athygli ykkar tilheyranda minna að þessum fögru og ávallt tímabæru ljóðlínum Stephans G. Stephanssonar Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Hér leggur skáldið réttilega áherzlu á það, hve þýðingarmikið það sé í lífi okkar mannanna að eiga opinn og vakandi huga, og láta ekki elda hjartans kulna, tilfinn- ingalífið sljóvgast í næðingum ævinnar. í þessum Ijóðlínum kemur einnig fram eft- irsóknarvert jafnvægi í hugsun, viturlegt viðhorf til fortíðar og framtíðar, og þá um leið, beint og óbeint, til samtíðarinnar. „Vinur aftansólar sértu,“ segir skáldið, og hvetur með þeim orðum til heilbrigðrar afstöðu til liðinnar tíðar og sambærilegs mats á þeim menningarlegu verðmætum, sem hún hefur okkur að erfðum látið. En ekki þarf lengi að blaða í kvæðum Step- hans sjálfs til þess að sjá þess næg dæmi, hve ágætlega hann kunni að meta sinn ís- lenzka menningararf, tungu, sögu og bók- menntir, og hve frjósöm sú arfleifð varð honum í skáldskap hans. Þar ber hátt and- rík og stórbrotin söguleg kvæði hans um íslenzk efni. Samtímis stóð hann flestum íslenzkum skáldum fastari fótum í samtíð sinni, enda SKiN FAX l 35

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.