Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1966, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1966, Blaðsíða 10
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR: Fellið ekki rána með seinni fætinum Skýrinffarmynd. við Þessi viðbrögð ættu allir þeir að Oft sér maður vel upp byggt hástökk missa marks vegna þess að stökkvar- inn fellir rána með seinni fætinum, enda þótt þyngdarpunktur hans sé vel yfir ránni. Þjálfarar og hástökkv- arar hafa lengi glímt við lausn þessa vandamáls, en of fáir hafa gert sér Ijóst, að í þessu skyni má notfæra sér undirstöðuatriði í hreyfinga- fræði. Hin ósjálfráðu hreyfingavið- brögð mannslíkamans geta þarna hjálpað til, ef menn gera sér grein fyrir þeim. Þegar hástökkvarinn er yfir ránni, leitar aftari fótur hans niður á við ef andstæður handleggur er beint nið- ur á við, og fóturinn fer upp á við, ef andstæðum handlegg er lyft upp á skilja, er lært hafa eðlisfræði að ein- hverju marki. En þetta lögmál þekkja of fáir, því margir þjálfarar segja nemend- um sínum í hástökki, að til þess að koma stökkfætinum (þ.e.a.s. seinni fætinum) yfir rána eigi þeir að teygja andstæðan handlegg niður á við, en í raun og veru er slíkt aðeins til þess fallið að fella rána. Eftir að stökkvarinn hefur spyrnt sér frá jörðu hlýtur sérhver snún- ingur við annan enda lárétts öxul líkamans að kalla á jafnsterkan og mótgengan snúning við hinn enda öx- ulsins. Þetta er eðlisfræðileg staðreynd, sem allir eðlisfræðikennarar eru reiðubúnir að staðfesta. Þetta má líka sannprófa með einfaldri tilraun. Ef maður stendur á snúningsborði (sem líkist því að standa í lausu lofti) og sveiflar örmum og öxlum kröftug- lega til annarrar hliðar, þá hreyfast fætur og mjaðmir ósjálfrátt til hinn- ar hliðarinnar (mynd 1.) Það er nokkur súningskraftur í lík- ama hástökkvarans eftir að hann hef- ur spyrnt sér frá jörðu, en snúninginn er á engan hátthægtaðaukaíloftinu. Ef stökkvarinn reynir skyndilega að Mynd 1. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.