Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1966, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.1966, Blaðsíða 8
þröun í Þrastaskogi hlaut m.a. aðMj Siðasti fundur nefndarinnar var byggjast á því að þar yrðu ýmsar endurbætur framkvæmdar. Á sambandsþingi U.M.F.Í. sem háð var í Reykjavík 5. og 6. sept. 1959 var m.a. rætt um framtíð Þrastaskógar og helztu verkefni er þar bíða úrlausn- ar. Á þessu þingi var kosin 5 manna nefnd, er skyldi gera tillögur um framtíðarframkvæmdir í skóginum, í samráði við stjórn U.M.F.Í. í nefndina voru kosnir: Þórður Pálsson Reykjavík, skógarvörður Þrastaskógar, Ólafur Ág. Ólafsson, Valdastöðum Kjós., Ólafur H. Guð- mundsson, Hellnatúni Rang., Böðvar Pálsson, Búrfelli, Grímsnesi og Stef- án Jasonarson Vorsabæ, Gaulverja- bæjarhr. Nefndin kaus Þórð Pálsson formann nefndarinnar. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í sumarbústað skógarvarðar- ins í Þrastaskógi, 22. maí 1960. „Áður en fundur hófst, gengu nefndarmenn um skóginn, athuguðu vöxt hans og aðstöðu til mannvirkjagerðar í skóg- inum.“ Á þessum fyrsta fundi voru nefnd- armenn sammála um það, að bygg- ing leikvangs í dalverpinu inn við Tryggvatré „sé það verkefni sem fyrst ber að framkvæma.“ Þá taldi nefndin að gera þyrfti malarborinn veg að leikvanginum. „Rætt var um nauðsyn þess, að áður en langt um líður, verði komið upp byggingum í Þrastaskógi, sem skapi þar aðstöðu til hollra skemmtana og sumardvalar um lengri eða skemmri tíma.“ Þannig var nú m.a. frá sagt í fund- argjörð, af fyrsta fundi nefndarinn- ar. haldinn í Hotel Tryggvaskála 5. fe- brúar 1961. Sem sagt — þegar hér var komið sögu, hafði Þrastaskógarnefid „gert tillögur um framtíðarframkvæmdir í Þrastaskógi.11 Svo sem upphaflega var til ætlast, er hún var kosin. Á því 6. og hálfu ári, sem liðið er, síðan Þrastaskógarnefnd lauk störf- um, hefur stjórn U.M.F.I. ekki sofið á verðinum. Áhennar vegur hefur ýmsu af „óskalista“ nefndarinnar verið þokað áfram: Bygging leikvangs inn við Tryggvatré er komið vel á veg. Aðeins er eftir að sá í völlinn, eða þekja hann og lagfæra áhorfenda- svæði. Akvegur hefur verið gerður af þjóðvegi inn að leikvelli og byggður hefur verið veitingaskáli á grunni gamla Þrastalundar. Skálinn er hinn snotrasti að öllum frágangi, bæði úti og inni og gert er ráð fyrir að hann falli vel inní stærri byggingu, þegar stundir líða fram. Umhverfi skálans hefur verið gert mjög smekklegt og aðlaðandi. Allir sem um þjóðveginn fara hljóta að taka eftir þessum vist- lega veitingastað, enda hefur reynsl- an sýnt það í þau 2 sumur sem skál- inn hefur verið starfræktur, að þar er vinsæll áningarstaður í fögru um- hverfi. Þrastalundur er 140*4 vallardag- slátta að stærð. Gjafabréfið fyrir bessari stórmerkilegu gjöf, sem af- hent v?.r stiórn U.M.F.Í. á öndverðu ári 1911 á 76. afmælisdegi gefandans, markaði tímamót í starfssögu ung- mennafélaganna. Með eignarétti á Þrastaskógi sköp- 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.