Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1966, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.12.1966, Blaðsíða 29
að keppendur mæti á réttum tíma til keppni og beri númer sitt og komi fram í sambandsbúningum. Þá verða á þessum fundi afhentar tímasetningar keppnisgreina, skipað niður í riðla, dregið um brautir, stökk og kaströð. Nafnakall þátttakenda hverrar keppnisgreinar fer fram tíu mínút- ur fyrir hinn auglýsta tíma. Skulu þá keppendur mæta á stað, sem síðar verður auglýstur, og skulu þeir og starfsmenn ganga fylktu liði þaðan til keppnisstaðar. í öllum riðlahlaup- um flytjast 3 (ef brautir eru sex) eða 2 (ef brautir eru fjórar) fyrstu menn úr hverjum riðli í næsta hlaup á eftir. Ef skipta verður þátttakendum í 1500 m. hlaupi í riðli með allt að 15 manns í riðli, færast 7 þeirra fyrstu í næsta hlaup á eftir. Notaðar verða viðbragðsstoðir, en ekki leyft að grafa holur á viðbragðsstað. Sex fyrstu menn hljóta stig, sem hér seg- ir: 1. 6 stig. 2. 5 stig 3. 4 stig. 4. 3 stig. 5. 2 stig. 6. 1 stig. Sami stigafjöldi gildir í boðhlaupum. Verði einstakl- ingar eða sveitir jafnar skiptast stig að jöfnu milli þeirra, en aukakeppni fer fram um verðlaun. Fyrstu 6 menn hljóta verðlaun. Verðlaun verða þá veitt sem hér seg- ir: 1. Því héraðssambandi, sem flest stig hlýtur í samanlögðum frj álsí- þróttagreinum. 2. Stigahæstu konu í frjálsum í- þróttum. 3. Stigahæsta karli í frjálsum í- þróttum. 4. Fyrir bezta afrek konu 1 frjáls- um íþróttum skv. stigatöflu. SKINFAXI 5. Fyrir bezta afrek karls í frjáls- um íþróttum skv. stigatöflu. Stökkhæðir í hástökki og stangar- stökki verða sem hér segir: 1. Hástökk kvenna: 120 cm, 125 cm, 130 cm, 135 cm, 137 cm og svo hækk- að um 2 cm úr því. 2. Hástökk karla: 150 cm, 160 cm, 165 cm, 170 cm, 175 cm, 177 cm og svo hækað um 2 cm úr því. 3. Stangarstökk: 2,80 m, 2,90 m, 3,0 m, 3,10 m, 3,20 m og svo hækkað um 5 cm úr því. Sund Sömu reglur gilda um sundkeppn- ina og frjálsar íþróttir. Hver þáttak- andi hefur rétt til keppni í þrem sundgreinum og boðsundi. Fimm sér- verðlaun verða veitt í sundi sem í frjálsum í þróttum. Sundfólk skal vera númerað á æfingabúningi (skjólbúningi) sínum. Keppt verður í 25 metra langri laug ca. +22° C. Glíma Sömu reglur gilda um glímu og frjálsíþróttakeppnina, hvað fjölda þátttakenda og stigreikningi viðvík- ur. Stigahæsti glímumaðurinn hlýtur sérverðlaun og einnig stighæsta hér- aðssambandið. Hópíþróttir 1. Þáttaka í hópíþróttum verði könnuð um áramót, formlegar þátt- tökutilkynningar sendar fyrir 1. maí. Keppni hefjist ekki fyrr en 15. júní. 2. Landinu verði skipt í þrjú svæði, þegar þátttökutilkynningar hafa bor- izt. 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.