Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1966, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.12.1966, Blaðsíða 9
Nýr og vinsæll áningarstaður: Þrastalundur hinn nýji. uðust miklir möguleikar hjá ung- mennafélögunum. Möguleikar sem kölluðu þau til aukinna starfa. Vissu- lega lagði þessi gjöf ungmennafélög- unum einnig skyldur á herðar. Hvernig þau hafa brugðist við þess- um skyldum, má að sjálfsögðu deila um. Enginn, sem til þekkir, mun þó mæla á móti, að mikið starf hefur verið af hendi leyst í Þrastaskógi á liðnum árum. Fórnfýsi einstaklinga og félagsheilda hefur markað þar merk spor. Og hamingjunni sé lof, að enn eiga ungmennafélögin óþrjótandi verkefni er bíða úrlausnar í Þrastaskógi Þrastarskógur verður ávallt dýrmæt eign, sem ungmennafélögin mega ekki vanrækja. Þessi fagri blettur verður annað og meira en afgirtur skógarteigur, sem aðeins fáir útvaldir fá inní að komast. Hann verður að vera miðstöð menningarlífs þess, sem ungmenna- félögin ávallt eiga að tileinka sér — opinn öllum almenningi, áningarstað- ur eldri og yngri, í leik og starfi. Á sambandsþingi U.M.F.Í. að Laug- arvatni 2. og 3. júlí 1965 var sam- þykkt að kjósa 5 manna milliþinga- nefnd til þess að gera tillögur um framtíð Þrastaskógar „í því sam- bandi skal nefndin hafa í huga, dval- arhótel og miðstöð fyrir æskulýðs- starfsemi, svo og fjáröflun til þeirra framkvæmda.“ Hver árangur verður af störfum nefndarinnar, er en óráðin gáta. Þar verður þyngst á metunum fórfýsi og félagsþroski ungmennafélaganna um allt land. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.