Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1966, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.12.1966, Blaðsíða 28
13. landsmót UMFI 1968 Reglur um tilhögun íþróttakeppninn- ar á XIII. landsmóti UMFÍ árið 1968, eins og þær voru samþykktar á sam- bandsráðsfundi UMFÍ 25. sept. 1966. Keppnisgreinarf mótsins verða: Frjálsíþróttir — Karlagreinar: 100 m. hlaup, 400 m. hlaup, 1500 m. hlaup, 5000 m. hlaup, 1000 m. boð- hlaup, langstökk, þrístökk, hástökk, stangarstökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast. Kvennagreinar: 100 m. hlaup, 4x100 m. boðhlaup, langstökk, hástökk, kringlukast spjótkast og kúluvarp. í boðhlaup má hvert héraðssam- band senda eina sveit. Sund. — Karlagreinar: 100 m. frjáls aðferð, 200 m. bringu- sund, 800 m. frjáls aðferð, 4x50 m. boðsund (frjáls aðferð), 100 m. bak- sund. í boðsund má hvert héraðssamband aðeins senda eina sveit. Glíma. Handknattleikur kvenna. Körfuknattleikur karla. Iþróttasýningar. Hópsýningar í leikfimi. Úrvalsflokar karla og kvenna í leik- fimi. Þjóðdansar. Glímusýning. Landsmótsnefnd heimilast að taka handknattleik karla inn á mótið, sem sýningagrein. Frjálsar íþróttir Keppni í frjálsum íþróttum fer fram báða dagana. Höfð verður for- keppni eða undankeppni og úrslit eft- ir því, sem bezt hentar keppendum og fyrirkomulagi dagskrár. Þátttökutilkynningar skulu vera komnar í hendur framkvæmdanefnd- ar mótsins í síðasta lagi viku fyrir mótið. Hvert héraðssamband annist þessar tilkynningar, en annars stjórn- ir félaga, sem ekki eru aðilar að hér- aðssambandi. Ölum þátttökutilkynn- ingum fylgi nöfn fyrirliða keppenda- hópanna. Hver þáttakandi hefur rétt til keppni í þrem íþróttagreinum og boðhlaupi. Þrjá keppendur má hvert héraðssamband senda í hverja grein. Daginn fyrir keppnisdag skulu fyr- irliðar íþróttahópanna og stjórnend- ur keppnisgreina ásamt starfsmönn- um íþróttakeppninnar mæta til fund- ar á mótsstað. Mótsstjórinn auglýsir tíma og fundarstað. Á fundi þessum skulu bornar fram kærur vegna þátt- töku eða áhugamannareglna. Þá verður og framkvæmt nafnakall og afhent verða númer keppenda, sem þeir bera á brjósti og baki í keppn- inni. Að loknum þeim fundi verða engar breytingar leyfðar, nema í boð- sveitum. Mjög rík áherzla er lögð á, 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.