Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1968, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.1968, Blaðsíða 3
BJÖRN MAGNÚSSON, formaður landsmótsnefndar Lr |í I Óðum stvtlisl til landsmóts Stöðugt nálgast 13. landsmót UMFl, hægt og hægt, skref fyrir skref. Þótt hraði tímans sé jafn, könnumst við samt vel við þá tilfinningu, sem því fylgir, er okkur finnst tíminn fara á stökki á undan okkur. Slíku fylgir svo, að hvert augnablik rennur hjá án þess að takist að vinna það, sem vinna átti. Þá er að vinna tapið upp á næsta degi og svo koll af kolli. Hlaupari, sem er svo óheppinn að draga ystu braut, byrjar hlaupið fram- ar en aðrir keppendur. Hann er fyrst aleinn, sér ekki hina keppendurna. — Dálítil freisting er þá að slaka örlítið á, þar til fenginn er félagsskapur og raunveruleg keppni við þá, sem á eftir voru. Fyrr en varir renna keppendurnir, sem eru á innri brautunum fram úr, vegna styttri vegalengdar á beygjun- um og erfitt verður að vinna upp þann tíma, sem glataðist, vegna þess að augnablikið var ekki reiknað eins dýrmætt og það var í raun og veru. Að sjálfsögðu er oft hægt að vinna upp glötuð' augnablik, en það reynist jafnan erfitt í hlaupi, sem ekki tekur nema fáar sekúndur. Þar má ekkert þeirra missast. Það fer ekkert milli mála að mörg héraðssambönd og einstök ungmenna- félög vinna ötullega að þáttöku síns fólks í 13. landsmóti nú að Eiðum í sumar. Fréttir berast af skipulagningu æf- inga, innanhússkeppnum og ýmsu öðru félagsstarfi, sem hefur öðlast aukinn SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.