Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1968, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.02.1968, Blaðsíða 13
Fjórar snjallar sundkonur fró Selfossi. Talið frá vinstri: Sólveig Guðmundsdóttir, Ásrún Jónsdóttir, Ingunn Guðmundsdóttir, og Guðmunda Guðmundsdóttir. júní, og sóttu hann 18 fulltrúar frá 13 sam- bandsfélögum. í skýrslunni er skrá yfir ung- mennafélögin í Héraðssambandinu, og greint er frá hverjir eru formenn þeirra og stofn- unardegi þeirra flestra. Eru þetta 26 félög, 12 í Rangárvallasýslu og 14 í Árnessýslu. Grein er um Sigurð Greipsson sjötugan, og sagt er frá afmælisdegi hans 22. ágúst sl. Héraðssambandið átti frumkvæði að sam- kvæmi, sem haldið var í Aratungu, Sigurði vinna að, fyrir nokkrum árum. Vonir standa til að myndin verði tilbúin til sýningar síðar á þessu ári. í skýrslu frjálsíþróttanefndar er greint frá íþróttaæfingum og mótum á vegum sam- bandsins. Telur nefndin að skortur á leið- beinendum hái mjög íþróttastarfseminni. — Vaxandi áhugi virðist þó vera fyrir iðkun frjálsra íþrótta á sambandssvæðinu, og tóku 19 félög þátt í mótum sambandsins á sl. ári en aðeins 11 árið áður. Héraðsmót í frjálsum íþróttum voru 4 á sl. ári, og hlaut Umf. Sel- foss flest stig á þeim öllum, samtals 279 stig. Nr. 2 var Umf. Vaka með 137 stig og nr. 3 Umf. Samhygð með 117 stig. Getið er 7 ann- arra frjálsíþróttamóta innan héraðsins og 6 utan þess, sem íþróttafólk frá HSK tók þátt í. Þeirra á meðal er hin árlega keppni við Snæfellinga, sem fór að þessu sinni fram að Breiðabliki í Miklaholtshreppi HSK vann þessa keppni og hlaut 96 stig, en HSH hlaut 68 stig. f skýrslu sundnefndar HSK er skýrt frá því að sundfólk sambandsins hafi tekið þátt í 19 sundmótum, bæði hérlendis og erlendis, og það hafi sett 66 héraðsmet á árinu og þar af 5 íslandsmet. Tvö sundmót voru haldin á vegum nefndarinnar. Héraðsmót í Hvera- gerði, en þar sigraði Umf. Selfoss með 205 stig. Umf. Ölfusinga hlaut 60 stig, og ung- lingasundmót HSK en þar voru aðeins kepp- endur frá Umf. Selfoss. Skýrslum þessum fylgir afrekaskrá HSK 1967 og skrá yfir HSK met. í skýrslu körfuknattleiksnefndar er sagt frá þátttöku liðs HSK í íslandsmóti KKÍ, en þar leikur liðið í annarri deild. Körfuknattleikskeppni HSK vann Umf. Laugdæla, nr. 2 var A-lið Umf. Selfoss, en 5 lið tóku þátt í mótinu. Knattspyrnunefnd HSK sá um Skarphéð- insmót í knattspyrnu. Þar sigraði A-lið Umf. Selfoss. Sagt er frá ýmsum knattspyrnu- mótum, sem lið Umf. Selfoss tók þátt í m.a. í keppnisferðalagi til Færeyja. í skýrslu glímunefndar er sagt frá glímunni um Skarphéðinsskjöldinn. Héraðsambandið sá Fjórðungsglímu Sunnlendinga. Skáknefnd HSK sá um þátttöku HSK í sveitakeppni í skák, sem UMFÍ gekkst fyrir. Sveit HSK var þar í öðru sæti, en aðeins 3 sveitir mættu til keppni. Skýrslum íþróttanefndanna lýkur með töflu yfir stigatölu félaganna eftir héraðs- mótin á árinu. Umf. Selfoss hlaut 630 stig. Umf. Vaka 137, Umf. Samhygð 117 og Umf. Ölfusinga 98 stig, en alls hlutu 18 félög stig. Ársskýrslu lýkur með reikningi fyrir árið 1967. Niðurstöðutölur rekstrarreiknings eru kr. 729.640,00, ágóði af héraðmóti 66.142,32 kr., kennslustyrkir frá ÍSÍ og UMFÍ kr. 77.914 og styrkir úr héraði, sem áður er minnzt á. Helztu gjaldaliðir eru framkvæmdastjórn kr. 46 þúsund, íþróttakennsla kr. 48,710,00 kennslustyrkir til félaga kr. 56.373,00 og ferðalög íþróttahópa kr. 58,770,00. Sjóður SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.