Skinfaxi - 01.12.1982, Page 32
Guðmundur Benediktsson frá Breiðabóli sendi okkur greinarstúf, sem hann nefnir GÓÐUR FÉLAGSSKAPUR. Guðmundur hefur unnið mikið og gott starf í þágu ungmennafélagshreyfingarinnar. Hann var sæmdur starfsmerki UMFÍ árið 1972. Skinfaxi færir Guð- mundi bestu þakkir fyrir greinina, sem fer hér á eftir.
Góður
félagsskapur
Um síðustu aldamót fór mikil
frelsis- og framfaraalda um ís-
lenskt þjóðlíf. Skáldin ortu brenn-
andi ættjarðarljóð og hvöttu ung-
dóminn óspart til dáða ogdrengi-
legra athafna, fyrir land sitt og
þjóð-
Þá voru starfandi ýmis félög í
sveitunum, aðallega fyrir full-
orðna fólkið.
Brátt vildu unglingamir hafa
sín eigin félög, temja sér fundar-
sköp og fagra meðferð móður-
málsins í ræðu og riti.
Litlu eftir aldamótin hófu ung-
mennafélögin þróttmikið starf að
„Ræktun lands og lýðs“ og fengu
á sig það orð að þau væru cins
konar þjóðskóli, í þeim anda hafa
þau jafnan unnið.
Sameiginlegt starf æskufólks
innan ungmennafclaganna, eykur
öðru frcmur á heilbrigðan félags-
anda, góð samtök og samheldni.
Þar blanda menn geði og læra að
taka á sig fómir til framgangs góð-
um málum og þöri'um fram-
kvæmdum. Menn setja sér heil-
brigt mark til að stefna að og
vinna saman til að það náist.
Staríið glæðir áhugann fyrn'
framgangi góðra mála, auðgai'
andann og eflir drengskap og
f'órnarlund. Skapar f'rjálsa hugsun
og festu í skapgerð félagsmanna.
Sannur ungmennafélagi er góður
drengur, á við um bæði kynin.
Drengskaparmaður, trúr hug-
sjónum sínum og traustur þegn
þjóðar sinnar og ættjarðarinnar.
Með honum býr íölskvalaus ætt-
jarðarást, vandaður metnaður
fyrir öllu göfugu og íögru, ásamt
stöðugri leit að því sanna og rétta.
Uppeldisleg áhrif ungmennafé-
laganna hafa allt frá stof'nun
þeirra markað ákveðin spor i
menningu þjóðarinnar. Eins og
fyrr eru nú og í framtíðinni mikil
verkefni að vinna. Það er trú mín
og von að ungmennafélögin
megni alltaf' með starfi sínu að
leggja drjúgan skerí' til þess að
æskulólkið verði trúir menn,
reglusamir og traustir þegnar
þjóðarinnar.
Foreldrar og skólar ættu að
hvetja börn til þátttöku í ung-
mennafélögum. Þar vinna þau i
GÓÐUM FÉLAGSSKAP.
Megi samtök æskunnar nú og
ævinlega tendra þann innri eld
manngöfgi og dyggða, sem megm
að fegra og bæta þjóðlífið.
Verum og vinnum: Islandi allt.
Leidrétting
I síðasta tölublaði Skinfaxa, þar
sem sagt erJrá starfi UIA í slullu máli,
er m ynd aj Aðalsteini Steinþórssyni, en í
myndatexta er hann sagður Skarþhéð-
insson.
Skinfaxi biður Aðalslein afsökunar
á þessum mistökum, en þarna hejur
þrentvilluþúkinn leikið lausum hala í
meira lagi. Eins og jram kom íJyrr-
nejndri grein var Aðalsteinn slarfs-
maður UIA s.l. sumar og rœkti það
starf með miklum sóma. Aðalsleinn
stuiular nám í viðskiþtajrœði við Há-
skóla Islands eins og Jleiri háttsettir
menn í ungmennajélagshreyjingunni og
hefur verið tíður gestur á skrifstoju
UMFÍ í vetur.
IS
◄------
Aðalsteinn Steinþórsson.
32
SKINFAXI