Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1984, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.1984, Blaðsíða 8
sýndu fjórir piltar vinsælasta dansinn i dag, „break dans”. Þessi kvöldvaka var í alla staði mjög vel heppnuð og var vel sótt. Á sunnudaginn var íþrótta- keppnin langt komin um hádegi. Eftir hádegið hófst hátíðarsam- koma á íþróttavellinum. Sóknar- presturinn flutti hugvekju og heiðursgestur mótsins, Þorsteinn Einarsson, Hutti ræðu. Þá voru fimleikasýningar og keppt var í þeim frjálsíþróttagreinum sem ólokið var. Loks var úrslitaleikur- inn í knattspyrnu milli UMFK og UMFN. Þá var byrjað að rigna, en annars hafði verið þurrt veður allt mótið frá föstudagsmorgni. Vegna veðurs voru mótsslitin flutt inn í íþróttahúsið í Keflavík. Þar hófst verðlaunaafhending strax og úrslitaleiknum var lokið. Byrj- að var á því að afhenda verðlaun í þeim einstaklingsgreinum og hópíþróttum sem ekki hafði unn- ist tími til áður að afhenda, en annars voru verðlaun afhent jafn óðum meðan á mótinu stóð. Síðan voru afhent sérverðlaun afhentir voru þarna í lok mótsins. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem mótsslitin fara fram innan- húss og tókst það mjög vel. Hér var komið að lokum 18. Landsmóts UMFÍ. Mótið hafði heppnast vel. Enn einu sinni höfðum við verið heppin með veður. Formaður UMFÍ, Pálmi Gíslason, átti síðasta orðið og sleit mótinu með stuttu ávarpi og óskaði öllum góðrar heimferðar. IS stjórnað Þorsteinn Einarsson, en hann var nú heiðursgestur móts- ins. Þessi athöfn var með sama virðuleikablæ og fyrr, en Haf- steinn hafði gert nokkrar breyt- ingar frá fyrri hefðum. Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, setti mótið, en síðan ávarpaði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir mótið. Gunnar Þorvarðarson, körfuknattleiksmaður úr Njarð- vík flutti ávarp íþróttamannsins. Laugardagurinn var aðal keppnisdagurinn. Keppni hófst strax um morguninn og var ekki lokið fyrr en undir kvöld. Veður hélst þurrt og ekki var eins kalt og daginn áður. Um kvöldið var kvöldvaka í íþróttahúsinu í Kefla- vík. Iþróttafélagið Gerpla var fyrst á dagskránni með fimleika- sýningu. Var þetta hressileg og skemmtileg sýning. Þá sýndu danski fimleikaflokkurinn og ungar stúlkur úr Stjörnunni sýndu einnig fimleika. Þá söng Karlakór Keflavíkur og fleiri söngatriði voru á dagskránni. Þá Heimamenn, UMFK og UMFN voru meö fjölmennt liö. eins og sjá má. Fararstjórar, liösstjórar og þjálfarar á fundi. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.